Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 203
Iþróttir
197
Frjálsar íþróttir.
Núna síðustu árin hafa orðið miklar framfarir á sviði frjálsra íþrótta hér
á landi. Komið hafa fram á sjónarsviðið íþróttamenn, sem standa íþrótta-
mönnum annarra þjóða fyllilega á sporði hvað getu snertir. Þó hafa ís-
lenzkir íþróttamenn að sjálfsögðu dregist eitthvað aftur úr á hinu tekniska
sviði vegna þess, hve einangrað landið var á styrjaldarárunum.
Sumarið 1945 voru íslandsmet
sett í 15 íþróttagreinum og í sumum
þeirra voru metin „slegin" oftar en
einu sinni. — í köstunum bar mest
á Gunnari Huseby, KB, sem setti
glæsilegt nýtt íslandsmet í kúlu-
varpi, 15,57 m. Var það afrek hans
bezti árangur, sem náðist í kúlu-
varpi í Evrópu það sumar. Það er
og bezta íslenzka frjálsíþróttaafrek-
ið samkvæmt finnsku stigatöflunni,
gefur 985 stig. Gunnar er óvenju
Gunnar Huseby.
efnilegur kúluvarpari. — í hlaup-
unum bar mest á Kjartani Jóhanns-
syni, ÍB, og setti hann flest Is-
landsmet allra frjálsíþróttamanna
hér 1945, eða 5 alls. Metin, sem
hann setti, voru í 300 m. hlaupi,
36,9 sek., 400 m. hl., 50,7 sek., 800
m. hl„ 1:57,8 mín. og 1000 m. hlaupi,
2:35,2 mín. í siðasttalda hlaupinu
tvísló hann metið, sem Geir Gígja
setti 1930. Kjartan er fyrsti íslend-
ingurinn, sem hleypur 800 m. innan
við 2 mín. — Skúli Guðmundsson,
KB, setti íslenzk met í 110 m.
grindahlaupi, 16,5 sek. og í lang-
stökki án atrennu, stökk 3,10 m. —
Aörir, sem settu fslandsmet, voru:
Finnbjörn Þorvaldsson, ÍB, í 200 m.
hlaupi, 23,0 sek„ Óskar Jónsson, IE,
í 1500 m. hlaupi, 4:09,4 mín. (Geir
Gígja átti metið þar áður, sett
1927), Jón M. Jónsson, KE, í 400
m. grindahlaupi, 60,9 sek. og Guðjón
Magnússon, ÍBV, * stangarstökki,
stökk 3,67 m. Ennfremur settu boð-
hlaupssveitir KR met í 4X200 m.
hlaupi, 1:35,4 mín. og 4x400 m.
hlaupi, 3:34,0 mín., boðhlaupssveit
ÍR setti met i 1000 m. boðhlaupi,
2:04,1 mín. og boðhlaupssveit Ár-
manns í 4 X1500 m. boðhlaupi á
17:52,6 mín.
Á Meistaramóti íslands 1945, sem
fram fór í ágústmánuði, urðu þessir
f slandsmeistarar: