Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Qupperneq 205
íþróttir
199
Óskar Jónsson.
hlaupið á nýju meti, 2:32,2 mín, og
Reykjavíkurboðhlaupið í þriðja sinn
og „Alþýðublaðsbikarinn" til eignar.
Þótt aðeins 7 mánuðir séu liðnir
af þessu ári, þegar þetta er ritað,
og íþróttamennirnir fæstir komnir
í fulla þjálfun, þá er þegar komið í
ijós, að frjálsar íþróttir hafa senni-
lega aldrei staðið með meiri blóma
hér og geta íþróttamannanna verið
meiri en nú. Voru í júlímánuði ein-
um sett hvorki meira né minna en
10 Islandsmet. Finnbjörn Þorvalds-
son, ÍR, setti þrjú þessara meta, í
60 m. hlaupi, hljóp á 6,9 sek., í 200
m. hiaupi, hljóp á 22,8 sek og í 300
m. hlaupi, hljóp á 36,6 sek. —
Gunnar Huseby, KR, bætti enn ís-
landsmet sitt í kúluvarpi, varpaði
15,69 m. Þá setti hann og nýtt ís-
landsmet í kringlukasti, kastaði
45,40 m. Kúluvarpsafrek Gunnars
gefur 999 stig. Boðhlaupssveitir ÍR
hafa sett tvö met, í 1500 m. boð-
hlaupi á 3:31,8 mín. og 4x800 m.
hlaupi á 8:20,4 mín. — Óskar Jóns-
son, ÍR, setti met í 1500 m. hlaupi,
hljóp á 4:03,2 mín., Kjartan Jó-
hannsson, ÍR, setti met í 800 m.
hlaupi, hljóp á 1:57,2 mín og Stefán
Sörensson, HSÞ, í þrístökki, stökk
14,09 m. Um afrekin í ágústmánuði
og það sem eftir er af árinu 1946,
verður getið í næstu árbók.
Fjórir sænskir frjálsíþróttamenn
heimsóttu ísland snemma í júlí-
mánuði og kepptu hér í nokkrum
greinum við íslendinga dagana 8. og
9. júlí. Fararstjóri Svíanna var
Sverker Benson, ritstjóri. Veður var
óhagstætt báða dagana. Helztu úr-
slit urðu þessi:
Fyrri dagur:
Kúluvarp.
1. Gunnar Huseby, í„ 15,69 m.
2. H. Willny, S„ 14,30 m.
100 rn. hlaup.
1. Finnbj. Þorvaldsson, í„ 11,3 sek.
2. Stig Danielsson, S„ 11,6 sek.
Hástökk.
1. Ragnar Björk, S„ 1,90 m.
2. Skúli Guðmundsson, 1, 1,90 m.
800 m. hlaup.
1. Olof Lindén, S„ 1:56,8 mín.
2. Kjartan Jóh.sson, í„ 1:58,9 mín.
Oliver Steinn.