Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Side 207
íþróttir
201
Langstökk: 7,08 m. Oliver Steinn,
FH.
Langstökk án atrennu: 3,10. m. Skúli
Guðmundsson, KR.
Þrístökk: 14,11 m. Stefán Sörens-
son, HSÞ.
Þrístökk án atrennu: 9,13 m. Skúli
Guðmundsson, KR.
Stangarstökk: 3.67 m. Guðjón
Magnússon, ÍBV.
Spjótkast: 58,78 m. Kristján Vatt-
nes, KR.
Spjótkast beggja handa: 84,02 m.
Friðrik Jesson, KV.
Kringlukast: 45,40 m. Gunnar Huse-
by, KR.
Kringlukast beggja handa: 73,34 m.
Gunnar Huseby, KR.
Kúluvarp: 15,69 m. Gunnar Huseby,
KR.
Kúluvarp beggja handa: 26,78 m.
Gunnar Huseby, KR.
Sleggjukast: 46,57 m. Vilhjálmur
Guðmundsson, KR.
Fimmtarþraut: 2834 st. Sigurður
Finnsson, KR.
Tugþraut: 5552 st. Gunnar Stefáns-
son, ÍBV.
Knattspyrnan á árinu.
íslandsmótið i knattspyrnu áriff
1945 var háð í ágústmánuði það ár
og tóku þátt í því Reykjavíkurfé-
lögin fjögur, KR, Fram, Vaiur og
Vikingur. Úrslit leikjanna urðu sem
hér segir: Fram—KR 0:6, Valur—-
Víkingur 9:0, Fram—Valur 0:5. KR
■—Víkingur 4:0, Fram—Víkingur 1:1,
KR—Valur 0:1. Vann Valur því
mótið með sex stigum, KR hlaut 4
og Fram og Víkingur eitt stig
hvort. íslandsmeistarar Vals að
þessu sinni voru: Hermann Her-
mannsson, Björn Ólafsson og Frí-
mann Helgason; Geir Guðmundsson,
Sigurður Ólafsson og Sveinn Heiga-
son; Gunnar Sigurjónsson, Haf-
steinn Guðmundsson, Jóhann Eyj-
ólfsson, Guðbrandur Jakobsson og
Ellert Sölvason. Ennfremur lék Al-
bert Guðmundsson í tveim leikjum
mótsins.
I knattspyrnumóti annars flokks,
landsmóti, tóku þátt Akurnesingar,
Hafnfirðinga;1 og Vestmannaeyjing-
ar, auk Reykjavíkurfélaganna. KR
vann mótið eftir að hafa sigrað
Akurnesinga 3:2 í úrslitaleik. Þetta
var útsláttarkeppni.
Walterskeppnin, útsláttarkeppni í
meistaraflokki, vann Fram, sigraði
Víking 2:1 og Val 1:0.
Watsonkeppnina, útsláttarkeppni í
II. flokki, sem fram fór jafnframt
Walterskeppninni, vann Fram einn-
ig, vann Viking með 3:1 og Val
með 1:0.
Norðurlandsmót í knattspyrnu
vann knattspyrnufélagið Þór á
Akureyri. í því tóku þátt 6 félög og
fóru leikar sem hér segir: Knatt-
spyrnufélag Akureyrar—Völsungum
2:1, Magni, Höfðahverfi—Þór. 0:2,
Völsungar—Þór 3:2, KA—Knatt-
spyrnufélagi Siglufjarðar 0:1, KS—
Þór 1:3, KA—Þór 1:3 og KS—
Magni 2:0. Er hér var komið, voru
Þór og KS jöfn að stigum og kepptu
aftur úrslitaleik, sem Þór vann með
6 mörkum gegn einu.