Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Side 209
Knattspyrna
203
urður Ól. (Val) og Geir Guðmunds-
son (Val); Ellert (Val), Haukur
Óskarsson (Vik), Birgir (KR),
Sveinn ^ Helgason (Val) og Hafliðj
(KR). Isiendingar unnu leikinn 3:2.
Mörkin skoruðu Birgir 2 og Hafliði
eitt.
IV. leikur: Hermann (Val), Karl
(Fram) og Björn Ól. (Val); Kristján
Ólafsson (Fram), Sigurður Ólafsson
(Val) og Geir Guðmundsson (Val);
Ellert (Val), Haukur (Vík), Hörður
Óskarsson (KR), Sveinn (Val) og
Birgir (KiR). — Leikurinn varð
jafntefli 3:3. Mörk okkar manna
skoruðu Ellert 2 og Hörður eitt.
V. leikur: Magnús (Fram), Björn
(Val) og Karl (Fram); Sæmundur
(Fram), Birgir (KR) og Sveinn
(Val); Þórhallur Einarsson (Fram),
Jón Jónasson (KR), Jóhann Eyj-
ólfsson (Val), Haukur (Vik) og
Ellert (Val). — Ellert meiddist og
kom Geir (Val) inn fyrir hann, en
Sveinn Helgason tók þá stöðu í
framlínunni, sem miðherji. íslend-
ingar töpuðu leiknum 2:3. Mörk
okkar manna skoruðu Þórhallur og
Sveinn.
Vorið 1946 hófst knattspyrnan 1
meistaraflokki með Xuliniusarmót-
inu svonefnda og var það að þessu
sinni háð í tilefni af 35 ára afmæli
Knattspyrnufélagsins Valur. Fyrstu
leikirnir fóru þannig, að KR vann
Val með 1:0, en Víkingur sigraði
Fram, einnig með 1:0. Úrslitaleik-
urinn milli KR og Víkings fór svo
á þá leið, að KR vann Víking með
3 mörkum gegn einu eftir fram-
lengdan leik. KR hefur nú unnið
bikarinn þrisvar, Valur þrisvar og
Fram einu sinni, en hann vinnst
til eignar ef hann er unninn þrisvar
í röð, eða fimm sinnum alls.
íslandsmótið.
Knattspyrnumót fslands hófst að
þessu sinni fyrr en venja er til,
vegna komu dönsku knattspyrnu-
mannanna, eða siðustu dagan í maí.
Auk Reykjavíkurfélaganna fjögurra
tóku lið frá Akranesi og Akureyri
þátt í mótinu, og hafa aldrei fyrr
verið leiknir eins margir leikir á
íslandsmóti, eða alls 15. Úrslit
leikjanna voru sem hér segir:
Akranes—KR 1:4, Akureyri—•
Fram 2:3, Valur—Víkingur 2:1,
Akranes—Fram 1:4. Akureyri—KR
1:4. Akureyri—Víkingur 2:2, KR—
Valur 3:3, Akureyri—Valur 0:3,
Akranes—Víkingur 2:2, Fram—Vík-
ingur 5:5, Akranes—Akureyri 1:1,
Akranes—Valur 1:2, KR—Víkingur
4:1, Fram—KR 3:1. Úrslitaleikur
Fram—Valur 2:1.
Fram vann því mótið með 9 stig-
um, KR og Valur hlutu 7 hvort,
Víkingur 3 og Akranes og Akureyri
2 hvort.
Um vorið komu hingað fyrstu
erlendu þjálfararnir eftir stríðið, og
fékk KR hinn fræga brezka mið-
framherja frá Stoke City, Frederic
Steele. Hann þjálfaöi einnig úrvalið
úr fjelögunum undir keppnina við
Danina, en honum til aðstoðar var
Murdough Macdougall, hinn skozki
þjálfari Vals. Fram hafði og skozkan
þjálfara, J. Mac Crae.