Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Qupperneq 212
206
Heimsókn Dana
Aðrir leikir við danska liðið.
Auk landsleiksins léku Danirnir,
sem alls voru 17 knattspyrnumenn,
tvo aðra leiki hér í Reykjavík. Sá
fyrri var leikinn gegn fslandsmeist-
urunum, Knattspyrnufélaginu Fram,
og voru liðin þannig skipuð til leiks:
Danska liðið: Markmaður
Egon Sörensen (Frem), hægri bak-
vörður Aksel Petersen (KFUM),
vinstri bakvörður Knud Bastrup-
Birk (AB), hægri framvörður Vil-
helm Andersen (ÖB), miðframvörð-
ur Poul Nielsen (1903), vinstri
framvörður Ivan Jensen (AB),
hægri útherji Holger Seebach (AB),
hægri innherji Jörgen W. Hansen
(KB), miðframherji Svend Harder
(A. G. F.), vinstri innherji J.
Lesehly Sörensen (B93 og OB) og
vinstri útherji Harald Lyngsaa
(KB).
L i ð F r a m var þannig skipað:
Markmaður Magnús Kristjánsson,
hægri bakvörður Karl Guðmunds-
son, vinstri bakvörður Haukur Ant-
onsen, hægri framvörður Sæmund-
ur Gíslason, miðframvörður Sig-
urður Ágústsson _ og vinstri fram-
vörður Kristján Ólafsson. Hægri út-
herji Þórhallur Einarsson, hægri
innherji Hermann Einarsson, mið-
framherji Valtýr Guðmundsson,
vinstri innherji Magnús Ágústsson
og vinstri útherji Gísli Benjamíns-
son.
f danska liðið kom Karl Aage
Hansen sem varamaður fyrir Vil-
helm Andersen.
Úrslit leiksins urðu þau, að danska
liðið sigraði með 5 mörkum gegn
engu. Fyrsta markið skoraði Jörgen
W. Hansen á 4. mínútu leiksins,
annað Holger Seebach á 18. mínútu,
þriðja Svend Harder á 32. mínútu
og fjórða Holger Seebach á 35. mín-
útu fyrra hálfleiks. Fimmta markið
var skorað af Svend Harder, er 25
mínútur voru af síðara hálfleik. Sig-
urjón Jónsson dæmdi þann leik.
Þriðji leikurinn var háður þann
21. júlí og keppti þá úrvalslið úr
Reykjavíkurfélögunum við Danina.
Þann leik dæmdi Guðjón Einars-
son, en línuverðir voru Th. Krist-
ensen og Sigurjón Jónsson.
Liðin voru þannig skipuð:
D a n i r : Markmaður Ove Jensen
(B 93). Hægri bakvörður Poul Pet-
ersen (AB), vinstri bakvöröur Knud
Bastrup-Birk (AB), hægri fram-
vörður Vilhelm Andersen (ÖB), mið-
framvörður Leo Nilsen (Frem),
vinstri framvörður Ivan Jensen
(AB), hægri útherji Holger Seebach
(AB), hægri innherji Jörgen W.
Hansen (K. B.), miðframherji
Svend Harder (AGF), vinstri inn-
herji Karl Aage Hansen (AB) og
vinstri útherji Harald Lyngsaa
(KB).
Úrvalslið Reykjavíkur-
félaganna : Markmaður Anton
Sigurðsson (Víking), hægri bak-
vörður Hafsteinn Guðmundss. (Val),
vinstri bakvörður Sigurður Ólafsson
(Val), hægri framvörður Sveinn
Helgason (Val), miðframvörður
Birgir Guðjónsson (KR), vinstri
framv. Kristján Ólafsson (Fram),
hægri útherji Þórhallur Einarsson
(Fram), hægri innherji Haukur
Óskarsson (Víking), miðframherji
Albert Guðmundsson (Val), vinstri
innhorji Jón Jónasson (KR) og
vinstri út'ierji Ellert Sölvason (Val).
Úrslit leiksins eru þau, að is-