Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Side 218
212
BiíreiSar
Bifreiðaeign landsmanna
Þann fyrsta janúar 1946 var bíla-
eign íslendinga samtals 4889. Tala
þessi skiptist þannig, að fólksbílar
voru 2488 (innifalin tala almenn-
ingsbíla, 207) og vörubílar 2401. Þá
voru bifhjól 207. Nam því farar-
tækja fjöldinn 5096. Mun láta nærri
að 21 maður sé á hvert farartæki
í landinu.
Eins og við mátti búast, eru flest-
ir bílar í Reykjavík, 2920. Þar af
eru fólksbílar 1775 og vörubílar 1145.
Bifhjól eru 96. Næst flestir bílar
eru í Gullbringu- og Kjósarsýslum.
En þar er Hafnarfjörður innifalinn.
Þar eru 211 fólksbílar, 298 vörubílar
og 19 bifhjól, eða samtals 528. Þar
næst er Eyjafjarðarsýsla og er Ak-
ureyri meðtalin. Þar eru samtals 332
bílar. Fólksbílar eru þar 154 og vöru-
bílar 178. Þar eru 16 bifhjól. Árnes-
sýsla er fjórða í röðinni. Þar eru
69 fólksbílar og 130 vörubílar. Ár-
nesingar áttu þá 14 bifhjól. Flest
bifhjól eru í Reykjavík, 96. Utan
hennar á ísafirði 19.
Fæstir bílar eru í Neskaupstað,
ails 14. Fólksbílar þar eru 5 og
vörubílar 9. Eitt bifhjól er þar. Sú
sýsla, er telur fæsta fólksbíla, er
Strandasýsla. Þar eru þeir aðeins
2. En vörubílar eru þar 15. Á að-
eins einum stað á landinu eru fleiri
fólksbílar en vörubilar. Það er í
Reykjavík. Fólksbílarnir eru 630
umfram þá.
Um síðustu áramót eru 67 mis-
munandi gerðir fólksbíla. í fyrra
voru 59. Mest er af Ford-bílum, 478,
eða 19.2%. Þá koma Dodge 277, eða
11.1%. Chevrolet-bílar eru 238, eða
9.6% og Plymouth 232, eða 9.3%.
Af vörubílum eru 57 mismunandi
tegundir, á móti 51 í fyrra. Sama
er að segja um vörubilana, að flestir
þeirra eru frá Ford-verksmiðjunum.
Þeir eru samtals 770, eða 32.0%.
Chevrolet eru 705, eða 29.4%. Þriðju
í röðinni eru G. M. C. bílar, 167,
eða 7.0% af öllum vörubílum á land-
inu. Þá voru hér 189 jeppar, Ford
og Willy’s.
Tegundir bifhjóla eru 37, en í
fyrra voru þær 34. Flest þeirra eru
B. S. A., 45, á móti 32 í fyrra. Þá
koma Triumph. Þau eru 30, fjölg-
aði_ um fjögur á árinu.
Á árinu 1945 fjölgaði bílum og
bifhjólum um 818 stykki, eða 19.1%.
Fólksbílum um 373, vörubílum um
410 og bifhjólum mn 35. Á árinu
1944 nam farartækjafjöldinn 247,
eða 6.1%. Frá því árið 1939 til 1.
janúar 1946, hefur fólksbílum fjölg-
að um 1552 stk. Vörubílum um 1289
og bifhjólum um 106 stk. Nemur því
aukning farartækja á þessum árum
samtals 2947 bílum og bifhjólum.
Á landinu eru 207 fólksbílar, sem
sæti hafa fyrir fleiri en 6. Flestir
þessara bíla eru Ford, 82. Næst
koma Chevroletbílar, 80, og þar
næst Studebaker, 26. Vörubílar, sem
hafa fleiri en eitt sæti, eru 169.
Flestir þeirra eru einnig Ford-
bílar, 63. Næst flestir eru Chevro-
let, 48, og þar næst koma Volvo,
sem eru 23.
Flestir bílar landsmanna eru
smíðaðir árið 1942. Af þeim árgangi
eru 573 fólksbílar, 95 almennings-
vagnar og 828 vörubílar. Alls 1496.
Af þessum árgangi eru 7 bifhjól.
Þar næst koma bílar smíðaðir árið
1941. Fólksbílar eru 307, almenn-
ingsvagnar 40 og vörubílar 326. Alls