Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Blaðsíða 251
Mannfjöldi á Islandi
245
Mannfjöldi á íslandi.
Samkvæmt síðustu Hagtíðindum
er mannfjöldi á íslandi í árslok
1945 130.356, á móti 127.791 í árs-
lok 1944.
Þegar borin eru saman ársmann-
tölin 1944 og 1945, þá sést að mann-
fjölgun á öllu landinu árið 1945
hefur verið 2.565 manns, eða 2,0%.
Er það miklu meiri fjölgun en árið
á undan, er hún var 1.824 manns,
eða 1,4%. Árið 1943 var hún hins-
vegar 1,6%, en 1942 ekki nema 1,3%.
í ársbyrjun 1945 var Ólafsfjörður
gerður að kaupstað, og nær hann
yfir allan Ólafsfjarðarhrepp. Ef Ól-
afsfjörður er talinn með kaupstöð-
um, bæði i ársbyrjun og i árslok,
þá hefur fólki í kaupstöðum fjölgað
árið 1945 um 2.821 manns, eða um
4,1%. En í sýslunum hefur fólki
fækkað um 256 manns, eða um 0,4%.
í Reykjavík hefur fólki fjölgað um
2.297 manns, eða 5,2%. f öllum
kaupstöðunum, nema Vestmanna-
eyjum og Ólafsfirði, hefur fólki líka
fjölgað nokkuð.
Við bæjarmanntölin í Reykjavík
voru alls skrásettir 45.842 manns
árið 1944 og 48.186 árið 1945, en
þar af voru 10 taldir eiga heimili
annarsstaðar, 1560 árið 1944 og
1608 árið 1945. Heimilisfastur mann-
fjöldi í Reykjavik verður samkvæmt
því 44.281 árið 1944, en 46.578 árið
1945. Að vísu munu tölur þessar
vera heldur of lágar, en hinsvegar
mundi manntalið sjálfsagt verða of
hátt, ef taldir væru allir þeir, sem
skrásettir eru við manntalið í
Reykjavík, því að meiri hluti þeirra,
sem taldir eru, eiga lögheimili utan-
bæjar, munu líka verða taldir þar.
Hefur því verið valin lægri tala
bæjarmanntalsins, enda þótt hún
muni vera heldur lægri en raun-
verulega heimilisfastur mannfjöldi.
Kaupstaðir: 1944 1945.
Reykjavík 44281 46578
Hafnarfjörður 4059 4249
Akranes 2052 2168
ísafjörður 2905 2919
Siglufjörður 2873 2877
Ólafsfjöröur — 909
Akureyri 5939 6144
Seyðisfjörður 815 821
Neskaupstaður 1177 1193
Vestmannaeyjar 3611 3588
Samtals 67712 71446
Sýslur: 1944 1945
Gullbr,- og Kjósars. . 6081 6512
Borgarf jarðarsýsla ... 1237 1251
Mýrasýsla 1819 1767
Snæfellsnessýsla .... 3372 3355
Dalasýsla 1387 1361
Barðastrandarsýsla .. 2906 2865
ísafjarðarsýsla 4588 4393
Strandasýsla 2083 2090
Húnavatnssýsla 3445 3426
Skagaf jarðarsýsla ... 3811 3790
Eyjafjarðarsýsla 5474 4476
Þingeyjarsýsla 5893 5830
Norður-Múlasýsla ... 4248 4118
Austur-Skaftafellss. .. 1147 1152
Vestur-Skaftafellss. .. 1547 1520
Rangárvallasýsla .... 3253 3188
Árnessýsla 5159 5280
Samtals 60079 58910