Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Síða 252
246
Happdrætti háskólans
Happdrætti Háskóla Islands.
Samkvæmt heimild í lögum nr.
44, 19. júní 1933, um stofnun happ-
drættis fyrir ísland, var háskólanum
4. júlí 1933 veitt einkaleyfi um 10
ár til rekstrar happdrættis hér á
landi. Tilgangurinn með stofnun
happdrættisins var að afla fjár til
þess að reisa háskólabyggingu og
önnur hús í sambandi við starfsemi
háskólans. Árið 1938 var einkaleyfi
háskólans framlengt um 3 ár, til
ársloka 1946, samkvæmt heimild í
lögum frá því ári, og loks var einka-
leyfið framlengt til ársloka 1959,
samkvæmt heimild í lögum frá 1943.
í upphafi var ákveðið, að 2500
hlutir eða númer skyldu vera í
happdrættinu, en vinningar 5000, er
dregnir skyldu í 10 dráttum eða
flokkum mánuðina marz til des-
ember ár hvert. Verð hlutanna var
ákveðið 60 kr. á ári, eða samtals
1% milljón kr. Vinningar skyldu
vera 70% af söluverði hlutanna, eða
1.050.000 kr. Þetta fyrirkomulag
hélzt óbreytt til ársloka 1940, en
frá ársbyrjun 1941 var verð hlut-
anna og heildarupphæð vinninga
hækkað um 33%%, og vinningum
um leið fjölgað í 6000. Var þessi
hækkun gerð vegna rýrnunar þeirr-
ar, sem orðið hafði á peningagildi
hér á landi. Af sömu ástæðu var
velta happdrættisins enn aukin frá
ársbyrjun 1943, og varð nú upphaf-
legt verð miðanna og vinningafúlgan
helmingi hærri en í upphafi, verð
hlutanna 120 kr. á ári, en vinn-
ingar samtals 2.1 milljón kr. Loks
var frá ársbyrjun 1946 gerð sú
breyting, að bætt var 2 flokkum í
happdrættið, svo að nú er dregið
í hverjum mánuði allt árið og flokk-
arnir 12 í stað 10. Hækkaði velta
happdrættisins við það um 20%;
samanlagt verð hlutanna varð 3.6
millj. í stað 3 millj., en vinningar
samtals 2.520000 krónur. Tala vinn-
inga var jafnframt aukin í sama
hlutfalli, úr 6000 upp í 7200. Var í
hvert skipti fengin lagaheimild til
breytinganna.
Pyrsta starfsár happdrættisins,
1934, seldust 45.08% af öllum happ-
drættismiðum. Síðan hefur salan
smáaukizt ár frá ári, og hefur salan
verið þessi til ársloka 1944, miðað
við söluna í 10. flokki:
1934: 45.08%
1935: 64.97%
1936: 67.78%
1937: 67.44%
1938: 76.06%
1939: 77.32%
1940: 76.09%
1941: 84.74%
1942: 86.60%
1943: 89.34%
1944: 92.27%
1945: 93.45%
Einkaleyfi háskólans var frá upp-
hafi bundinn þ ví skilyrði, að %
hluti hreinna tekna rynni í ríkis-
sjóð. En árið 1935 var svo ákveðið,
að leggja skyldi fram af tekjum
happdrættisins 200.000 kr. til þess
að reisa hús yfir Atvinnudeild há-
skólans. Jafnframt var ágóðahluta
ríkissjóðs ráðstafað þannig, að
helmingur hans skyldi renna til end-
urgreiðslu þessa framlags, þangað
til það væri að fullu greitt, en
heltningurinn til rekstrar atvinnu-
deildarinnar. í árslok 1943 var lokið
að greiða stofnskuld atvinnudeildar-
innar, og árin 1944 og 1945 hefur
hluti ríkissjóðs allur gengið til
rekstrar hennar. Ágóði af rekstri