Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 254
248
Ríkisútvarpiff
Ríkisútvarpið.
Ríkisútvarpið var stofnað með
lögum frá Alþingi árið 1930 og hóf
fyrst útsendingar 20. desember það
ár. í fyrstu starfaði það í leigðu
húsnæði hjá Verzl. Edinborg í Hafn-
arstræti, en haustið 1931 flutti það
í Landssímahúsið við Austurvöll, og
er þar enn til húsa. Hafði .4 hæð
þess húss verið að nokkru gerð með
sérstakar þarfir útvarpsins fyrir
augum, en þó raunar allt sniðið við
minnstu hugsanlegar þarfir. Síðar
fékkst nokkuð til rýmkað er Tón-
listardeild og skrifstofu útvarpsráðs
var komið fyrir á 5. hæð í sama
húsi. Enn síðar var viðgerðarstofan
flutt í stórt leiguhúsnæði á Ægis-
götu 7. Viðtækjaverzlunin og út-
sölur hennar hafa frá upphafi starf-
að í leigðu húsnæði í bænum.
Nú er í ráði að byggja nýtt út-
varpshús, sunnan Hringbrautar og
vestan Melavegar, og er þess vænst,
að Ríkisútvarpið geti flutt í hin nýju
heimkynni sín eftir 3 til 4 ár.
Langbylgjustöðin var reist árið
1930 og stendur hún á Vatnsenda-
hæðinni, 9 km. frá Reykjavík. í
fyrstu hafði stöðin 16 kw. orku, en
árið 1937 var orkan aukin upp í
100 kw. Útvarpað er á bylgjulengd
1111 metrar. Árið 1937 var reist
endurvarpsstöð á Eiðum, vegna
þess hve hlustendur á Austurlandi
heyrðu illa til stöðvarinnar í
Reykjavík. Orka endurvarpsstöðvar-
innar er 1 kw og bylgjulengdin 488
metrar.
Stuttbylgjustöðin, TFJ, er eign
Landssimans, en Ríkisútvarpið tek-
ur hana stundum á leigu til þess að
útvarpa til útlanda. Orka hennar
er 7 kw. og bylgjulengd 24—52
metrar.
Ríkisútvarpið ber undir Mennta-
málaráðuneytið. Ráðherra skipar
útvarpsstjóra, sem annast alla dag-
lega stjórn og fjárreiður útvarps-
ins. eftir nánari fyrirmælum_ í
reglugerð, er ráðherra setur. Út-
varpsstjóri er Jónas Þorbergsson,
og hefur hann gegnt þvi starfi frá
upphafi, en Sigurður Þórðarson,
tónskáld, veitir aðalskrifstofunni
forstöðu.
Útvarpsráð skipa fimm menn. Eru
þeir kosnir hlutfallskosningu á Al-
þingi, á fyrsta þingi eftir hverjar
almennar alþingiskosningar. —
Menntamálaráðherra skipar for-
mann úr flokki hinna kosnu út-
varpsráðsmanna, og er núverandi
formaður útvarpsráðs próf. Magnús
Jónsson.
Útvarpsráð tekur ákvarðanir um
það, hversu dagskrá skuli haga í
höfuðefnum, og leggur fullnaðar-
samþykki á dagskrá áður en hún
kemur til framkvæmda. Það leggur
og samþykki sitt á reglur um flutn-
ing frétta og auglýsinga útvarpsins,
og aðrar þær reglur, er þurfa þykir
til gæzlu þess, að við útvarpið ríki
skoðanafrelsi og fyllsta óhlutdrægni
gagnvart einstökum stjórnmála-
stefnum, stjórnmálaflokkum, stefn-
um í almennum málum, félags-
heildum, atvinnustofnunum og ein-
stökum mönnum.
Skrifstofa útvarpsráðs sér um að
fyrirmæli útvarpsráðs, að því er
varðar dagskrá, séu framkvæmd.
Skrifstofustjóri er Helgi Hjörvar.
Fréttastofan annast söfnun frétta,