Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Side 255
Ríkisútvarpið
249
innlendra sem erlendra. Hefur hún
fréttaritara víðsvegar um landið og
tvo erlendis, einn í Kaupmannahöfn
og annan í Stockholm. Prétta er
einnig aflað með því að hlusta á
erlendar fréttasendingar gegn um
útvarp, Morse og Hellscriber, og auk
þess er efni tekið úr erlendum blöð-
um og tímaritum. Yfirumsjón dag-
legs fréttaflutnings er í höndum út-
varpsstjóra, en hann getur skotið
vafasömum atriðum undir úrskurð
útvarpsráðs. Pil. kand. Jón Magn-
ússon veitir Préttastofunni forstöðu.
Auglýsingaskrifstofan veitir mót-
töku auglýsingum og fréttum, sem
óskað er að fluttar verði í útvarp, og
sér um að fylgt sé ákvæðum þeirra
reglugerða og fyrirmæla, sem sett
hafa verið um það efni. Yfirumsjón
daglegra auglýsinga er í höndum
útvarpsstjóra, en hann getur skotið
vafasömum atriðum undir úrskurð
útvarpsráðs.
Auglýsingagjaldið er ýmist kr.
1,00 eða 2,00 fyrir orðið, eftir því
hvenær lestur fer fram.
Innheimtustofan annast inn-
heimtu afnotagjalda í Reykjavík og
tekur við greiðslum frá umboðs-
mönnum sínum, sem eru í öllum
póstdæmum landsins. Prk. Sigríður
Bjarnadóttir veitir Innheimtustof-
unni forstöðu.
Árlegt afnotagjald er nú kr.
100,00, en þar af renna kr. 40,00 í
framkvæmdasjóð, vegna fyrirhug-
aðra byggingaframkvæmda.
Tónlistadeildin annast innkaup á
nótum og plötum, og velur þá tón-
| list, sem útvarpið flytur. Tónlist-
arstjóri er Páll Isólfsson, tónskáld.
Bjarni Böðvarsson sér um dans-
tónlistina.
Hjá útvarpinu stafar 18 manna
föst hljómsveit undir stjórn Þórar-
ins Guðmundssonar, tónskálds.
Hinir tæknilegu menn útvarps-
ins eru tíu talsins, að meðtöldum
verkfræðingnum, Gunnlaugi Briem,
sem jafnframt er verkfræðingur
Landssimans.í aðalhúsakynnunum 1
Reykjavík starfa fjórir menn undir
umsjón yfirmagnaravarðar, Dag-
finns Sveinbjörnssonar, í útvarps-
stöðinni á Vatnsendahæð tveir und-
ir umsjón Guðbjartar H. Eiríks-
sonar, en Davíð Arnason vinnur
einn í endurvarpsstöðinni á Eiðum.
Ríkisútvarpið starfrækir viðgerð-
arstofu og viðtækjasmiðju, og veitir
Jón Alexandersson þeim báðum for-
stöðu. Viðgerðarstofan hefur útbú á
Akureyri undir stjórn Gríms Sig-
urðssonar.
Auk tækjaviðgerða og nýsmíða í
vinnustofu, hefur Viðgerðarstofan
umsjón með viðgerðarferðum um
landið og annast fræðilegt uppeldi
viðgerðarmanna.
Símanúmer útvarpsins:
Útvarpsstjóri ............ 4990
Formaður útvarpsráðs .. 5248
Skrifstofa útvarpsráð ... 4991
Aðalskrifstofa útvarpsins . 4993
Fréttastofan ............. 4994
Auglýsingaskrifstofan .... 1095
Innheimta afnotagjalda . 4998 _
Tónlistadeild ............ 4963
Verkfræðingur útvarpsins. 4992
Viðtækjasmiðja útvarpsins 4997
Viðgerðarstofa útvarpsins. 4995
Viðtækjaverzlun ríkisins . 3822—23
— útsala, Lækjarg. 8 ... 4920