Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 6
Bergmál
Marz
II.
Cleopatra hafði meðfædda 'leikarahæfileika. Alla ævi sína lék hún
hlutverk sitt, eins og fyrsta flokks leikkona. Fjölhæfni hennar var undra-
verð. Hún gat rætt um málaralist, höggmyndalist, skáldskap, guðfræði,
stjórnkænsku og trúarstefnur viÖ lærðustu menn þeirra tíma. Tilkomu-
mikill persónuleiki hennar var eins og ofin saman úr marglitum þráð-
um. Hún var glæsileg, yndisleg, slæg, grimm, viðkvæm, léttúðug, stjórn-
kæn, stundum örlát, en alltaf hungruð eftir ótakmörkuðum völdum. Hún
kvaldist af ástríðu eftir frægð og ástríðu eftir karlmönnum. I fáum
orðum sagt: Hún var snillingur í listinni að lifa. Mað baráttunni gegn
forlögunum, án annarra vopna en fegurðar sinnar og vitsmuna, heppn-
aðist henni nærri því — eins og síðar verður sagt frá, — að gera Róma-
veldi að skattlandi Egyptalands. Lokaþátturinn í ævi hennar endaði á
sorglegan hátt. Og hvaða annan endi hefðu guðirnir getað hugsað hin-
um ævintýralega sjónleik, þessarar mannveru?
Cleopatra hefir verið kölluð unnusta allra ljóðskálda veraldarinnar,
og húsmóðir allra slarkara heimsins. Raunverulega má skoða tíma Cleo-
pötru, sem mesta veizlutímabil mannkynssögunnar.
III.
Dóttir Ptolemy Auletes (flautuleikara) var metorðagjörn og í marga
ættliðu komin af makedoniskum forfeðrum. (Cleopatra var ekki Egypti,
heldur afkomandi hershöfðingja eins frá Makedoniu í Grikklandi, sem
hafði komið til Egyptalands með her Alexanders mikla). Ptolemiusarnir,
sem réðu yfir Egyptalandi voru á margan hátt glæsilegur ættliður, en þeir
voru miskunnarlausir. Ptolemy I, sem kallaður var SOTER-frelsari þjóðar
sinnar — verðskuldaði viðurnefni sitt eftir því sem sagnfræðingar þeirra
tíma sögðu, með því, „að háslhöggva fjöldann og láta blóðið streyma
eins og fljót“. Ptolemy II, sem kallaður var PHILADELPHUS — Maður
hinnar bróðurlegu ástar, — drap tvo bræður sína. Hann var eftir því
sem sagan hermir, hrifinn af vondum konum og góðum vinum. Ptolemy
IV drap móður sína og frænda sinn. Ptolemy VII drap fjöld manna af
þjóð sinni, „til að kenna þeim sem eftir lifðu að virða konung sinn“.
Guðirnir kölluðu þennan mann í skopi EURGETES — velgjörðamann-
inn —, Ptolemy XIII, sem uppnefndur var flautuleikarinn, faðir Cleopötru,
4