Bergmál - 01.03.1947, Blaðsíða 26

Bergmál - 01.03.1947, Blaðsíða 26
BergmÁl Marz urðu eftir. Samt sem áður voru margir háttsettir hermenn atvinnulausir. Canaris kom frá stríðinu sem liðsforingi, en hann var atvinnulaus. Næstu árin var honum ýmist að skjóta upp og hverfa. Það er ekki gott að segja, hvað hann hafði fyrir stafni á þessum árum. Við vitum þó að hann tók mikinn þátt í að skipuleggja 'byltingu gegn Weimar-lýðveld- inu. Hann var viðriðinn vopnasöfnun og aðstoðaði við að stofna nokkrar skæruliðasveitir, sem gengu fram í óeirðum, er stefnt var gegn lýðveld- inu. Hann skipulagði sumar þessar óeirðir. Hann var einn af fylgis- mönnum Hitlers í hinni frægu bjórkjallarauppreisn 1923. Hefði það samsæri heppnazt átti Canaris að taka við strandvörnunum á norður- strönd Þýzkalands. Um 1926 hvarf Canaris af sjónarsviðinu. Hann var þá enn í sjó- hernum, sem ekki var til. Það voru aðeins fáeinir nánustu samstarfsmenn hans, sem vissu, að maður eins og Canaris myndi ekki hverfa að eilífu. Hann vann með þolinmæði og leynd í litlu skrifstofuherbergi í hermála- ráðuneytinu. A hurðinni hjá honum stóð: „Stjórnardeild fyrir sjóhernaðar- flutning“, sem þýðir alls e'kki neitt. I þessum þröngu húsakynnum strit- aði Canaris nótt og dag við að undirbúa sjóhersnjósnir, fyrir „daginn mikla“. Arið 1927 kom hann skyndilega fram í dagsljósið honum til mikilla leiðinda og óþæginda. Þá varð eitt stærsta kvikmyndafélag Þýzkalands, Phoebus félagið gjaldþrota. Félagið hafði þá gert margar kvikmyndir til áróðurs fyrir þýzka sjóherinn, sem í orði kveðnu átti ekki að vera til. Þessar kvikmyndir voru ekkert annað en hernaðaráróður fyrir sjóher- inn og flutningaflotann. Gjaldþroti kvikmyndafélagsins var bjargað og fjárhag þess komið á réttan kjöl og það vitnaðist að Canaris hefði lagt til féð. Þýzku þjóðinni lék forvitni á.að vita, hvar Canaris hefði getað fengið fjármagn það, er þurfti, því að myndatökurnar höfðu kostað hvorki meira né minna en sjö milljónir ríkismarka. Ganaris sagðist hafa uppgötvað leynilega fjársjóði og vildi ekki gefa stjórnarvöldunum neinar frekari upp- lýsingar. Ef hann segði meira kæmist upp um þýðingarmikil land- varnarleyndarmál. Stjórnarvöldin létu sér þessar skýringar nægja. og spurðu hann einskis frekar. Það var ekki einasta að hegning fyrir fjárglæfra þessa félli niður, heldur var málssókn hætt. Mál þetta varð samt sem áður að hneykslismáli, svo að Canaris varð 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.