Bergmál - 01.03.1947, Side 26

Bergmál - 01.03.1947, Side 26
BergmÁl Marz urðu eftir. Samt sem áður voru margir háttsettir hermenn atvinnulausir. Canaris kom frá stríðinu sem liðsforingi, en hann var atvinnulaus. Næstu árin var honum ýmist að skjóta upp og hverfa. Það er ekki gott að segja, hvað hann hafði fyrir stafni á þessum árum. Við vitum þó að hann tók mikinn þátt í að skipuleggja 'byltingu gegn Weimar-lýðveld- inu. Hann var viðriðinn vopnasöfnun og aðstoðaði við að stofna nokkrar skæruliðasveitir, sem gengu fram í óeirðum, er stefnt var gegn lýðveld- inu. Hann skipulagði sumar þessar óeirðir. Hann var einn af fylgis- mönnum Hitlers í hinni frægu bjórkjallarauppreisn 1923. Hefði það samsæri heppnazt átti Canaris að taka við strandvörnunum á norður- strönd Þýzkalands. Um 1926 hvarf Canaris af sjónarsviðinu. Hann var þá enn í sjó- hernum, sem ekki var til. Það voru aðeins fáeinir nánustu samstarfsmenn hans, sem vissu, að maður eins og Canaris myndi ekki hverfa að eilífu. Hann vann með þolinmæði og leynd í litlu skrifstofuherbergi í hermála- ráðuneytinu. A hurðinni hjá honum stóð: „Stjórnardeild fyrir sjóhernaðar- flutning“, sem þýðir alls e'kki neitt. I þessum þröngu húsakynnum strit- aði Canaris nótt og dag við að undirbúa sjóhersnjósnir, fyrir „daginn mikla“. Arið 1927 kom hann skyndilega fram í dagsljósið honum til mikilla leiðinda og óþæginda. Þá varð eitt stærsta kvikmyndafélag Þýzkalands, Phoebus félagið gjaldþrota. Félagið hafði þá gert margar kvikmyndir til áróðurs fyrir þýzka sjóherinn, sem í orði kveðnu átti ekki að vera til. Þessar kvikmyndir voru ekkert annað en hernaðaráróður fyrir sjóher- inn og flutningaflotann. Gjaldþroti kvikmyndafélagsins var bjargað og fjárhag þess komið á réttan kjöl og það vitnaðist að Canaris hefði lagt til féð. Þýzku þjóðinni lék forvitni á.að vita, hvar Canaris hefði getað fengið fjármagn það, er þurfti, því að myndatökurnar höfðu kostað hvorki meira né minna en sjö milljónir ríkismarka. Ganaris sagðist hafa uppgötvað leynilega fjársjóði og vildi ekki gefa stjórnarvöldunum neinar frekari upp- lýsingar. Ef hann segði meira kæmist upp um þýðingarmikil land- varnarleyndarmál. Stjórnarvöldin létu sér þessar skýringar nægja. og spurðu hann einskis frekar. Það var ekki einasta að hegning fyrir fjárglæfra þessa félli niður, heldur var málssókn hætt. Mál þetta varð samt sem áður að hneykslismáli, svo að Canaris varð 24

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.