Bergmál - 01.03.1947, Blaðsíða 55
1947
Bergmál
því að vera að nauða á honum með
spurningum, sem hann álítur lítils
virði, hefur hún gert samvizku hans
ónæma fyrir því, þó að hann beiti
blekkingum.
2. Notarðu þín elskandi augu til
að hnýsast í bréf, símskeyti, reikn-
inga eða annað, sem ekki er áritað
til þín? Flestar eiginkonur gera það.
Og flestir eiginmenn hreyfa ekki
andmælum. En trúið mér, 'það er
þeirra uppáhalds nöldursefni.
En hann fullvissaði þig um, að sér
væri alveg sama — þú befir fullt
leyfi er það ekki? Það er nú gott
og blessað. En hugsaðu þig nú vel
um, hvernig þú fórst að því að fá
leyfið. Sveikstu það svo elskulega
út úr honum. Vertu þá svo elskuleg
að sleppa því aftur þegjandi og
hljóðalaust.
Það kann að vera, að hann hafi
ekki orð á þessari nýju stillingu
þinni. En hvaða sálfræðingur sem
er, myndi geta sagt þér,- að það
byrjaði að hafa áhrif á hug hans
þér í vil, gegn hverjum grunsemd-
arauga um að hjónabandið græfi
undan persónulegu sjálfstæði hans.
Venjan (að hnýsast í bréf manns-
ins) á oftast rætur sínar að rekja til
samkomulags um „engin leyndar-
mál“, en sú stefna er venjulega
runnin undan rifjum konunnar, að
hjón megi engu leyna hvort annað.
I sumu tilliti gera karlmenn miklu
hærri kröfur til drengskapar og var-
færni í orðum, en konur.
Eg varð vör við þetta nokkrum
mánuðum eftir, að ég giftist. Eg var
að ólundast yfir því við Bob, að svo
virtist, sem allir í bænum vissu um
yfirvofandi skilnað vissra hjóna,
nema ég. Og það kom nú í Ijós,
að þessi splunkunýi eiginmaður
minn, hafði heyrt það fyrstur allra
beint frá öðrum aðal aðilanum. Bob
þagði stundarkorn, síðan tók hann
slitna bók úr bókaskápnum okkar.
„Göfuglyndur, ungur Englending-
ur sir Philip Sidney, skrifaði einu
sinni smágrein, elskart mín“, sagði
hann þýðlega: „Það sem er mitt,
jafnvel líf mitt, er og hennar, sem
ég elska. En leyndarmál vina minna
eru ekki mín“.
Ég skildi það. Og ég skildi mun
betur, einmitt vegna litlu vís.unnar,
hvað viðvíkur sameignum, og ým-
islegum misgerðum, frömdum í
nafni ástarinnar.
3. Ertu að skipta þér af því, sem
er hans eigin eign? Nei ekki af
gamla slitna hattinum eða skónum,
sem eru til skammar, en sem hann
hefur svo mikið dálæti á, Þeir eru
andstyggilegir. Það er satt. En hann
á þá. Og, sem góðum félaga sæmir,
hendir þú góðlátlegt gaman að þess-
ari áhöfn tryggð, sem hann hefur
bundið við þá. Það sem ég á við
eru óáþreifanlegar eignir hans: