Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 9

Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 9
1947 Bergmál Vinir hans horfðu með vaxandi hryggð og áhyggjum á það, hvernig staðfestulaus og samvizkulaus kona eyðilagði skapgerð mikilmennisins. „Eg hef viðbjóð á þessum kvenmanni", skrifaði mælskusnillingurinn Cicero, „og ég hef ástæðu til að mæla þannig . . . ósvífni hennar er ekki hægt að fyrirgefa“. Þessi ósvífni var nú í þann veginn að gera að engu frelsi rómverska lýðveldisins. Cicero og aðrir forustumenn lýðveldisins vöruðu Caesar hvað eftir annað, við drottnunargirni Cleo- pötru og metorðagirnd hans sjálfs. En Caesar gáði ekki að sér, heldur hé'lt áfram .að framkvæma í blindai fyrirætlanir Cleopötru. Hann lét setja upp „heilagt hvílurúm“ handa sér í hofinu og gullbúið hásæti var byggt handa honum í Senatinu. Það var aðeins eitt eftir svo draumar Cleopötru gætu rætzt. Það var aðeins eftir að krýna Caesar opinberlega. Loks rann hinn sögulegi marzdagur árið 44 f. k. upp. Geðshræring Cleopötru hafði náð hámarki, því þann dag átti að krýna Caesar opinber- lega. Cleopatra átti þá að verða drottning heimsveldisins, eftir allt saman! Til þess að lægja hugaræsinguna skipaði hún einum þræla sinna að halda undir höfuð sitt. Eitthvað róaðist hún við þessa skemmtan, sem var uppáhalds aðferð hennar til að lægja taugaóstyrk sinn. Hún settist óþolin- móð niður til að 'bíða Jhinnar þýðingarmiklu tilkynningar frá Senatinu. Um kvöldið fékk hun fréttirnar. Caesar hafði ekki hlotið kórónu, heldur tuttugu og þrjár rýtingsstungur í staðinn. Cleopatra sneri aftur til Egyptalands með mikinn tómleika í hjarta sínu. Niðurlag í næsta hefti. Varð að láta undan vinnukonunni. Það var einu sinni kona í Minneapolis, sem átti 3 óþæga stráka. Hún var oft ekki heima, því hún flutti erindi í kvennaklúbbum í borginni. Eitt sinn fekk hún sænska stúlku, stóra og hraustlega til að líta eftir strákunum, og gaf henni þá skipun, að baða þá og láta þá fara í rúmið kl. 8 á hverju kveldi. Er hún kom heim fyrsta kvöldið, spurði hún stúlkuna hvernig hefði gengið. — Allvel, sagði hún, — mér gekk vel með þrjá litlu strákana. En stóri rauðhærði strákurinn, hann barðist tun, en hann varð að láta undan, ég baðaði hann eins og hina strákana. •— Hamingjan hjálpi mér, sagði konan, — þetta var maðurinn minn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.