Bergmál - 01.03.1947, Síða 16

Bergmál - 01.03.1947, Síða 16
BergmÁl Marz þegar ég kem og sæki þig. Þá er allt eins og í gamla daga“. Svo fór hún, ég heimsótti bezta skraddara bæjarins og pantaði fötin, sem hán bað mig að útvega. Þremur dögum seinna kom hún aftur. Við snæddum árbít saman og ákváðum að fara með lestinni til Haddanham klukkan 15,30. Eg var nú alveg búinn að lifa mig inn í hlutverk Godfrey Ferr- ing. Ég hafði ákveðið að kvænast Pálu og vinna eins og berserkur í fyrirtæki föður hennar. Ég ætlaði að verða almennilegur maður. Við komum í tæka tíð á stöðina. Lestin var á eftir áæltun, en það stóð okkur alveg á sama. Við nutum hvers samvistaraugnabliks. Allt í einu kallaði hún upp: „Mikill bjáni get ég verið. Ég hef gleymt töskunni minni í Harneys. Hún er alveg ný og úr krókódíla- skinni, pabbi gaf mér hana áður en ég fór. Ég get varla án hennar ver- ið, nú verð ég að biðja þau að senda þér hana, nema því aðeins“ . . . „Nema því aðeins hvað?“ sagði ég. „Nema því aðeins, að þú viljir vera sá engill að taka bíl við stöð- ina og sækja hana fyrir mig. Chil Pla'be er aðeins þrjár mílur frá Eastbourne. Ég bíð hér og síðan get- um við farið með lestinni klukkan 4,15. Hvað segir þú um þetta elsk- „Ég fer strax“. „Þegar þú kemur þangað, þá segðu við brytann eða hvern sem þú hittir, að ég hafi sent þig eftir töskunni minni. Vertu nú fljótur elskan mín“. Það tók ekki langan tíma að aka út til Chil Blabe. Ég hringdi dyra- bjöllunni og þegar gráhærði bryt- inn lauk upp bar ég fram erindi mitt. Hann bauð mér inn í anddyrið. Síðan hvarf hann og kom að vörmu spori aftur með töskuna. Hann sagði, að því miður væri fjölskyldan ekki heima, ég tók mér það ekki nærri, ég vildi sem fyrst komast til Pálu aftur. Ég ók til baka ,og fekk henni töskuna, hún þakkaði ljómandi af gleði og við náðum lestinni. Við áttum að skipta í Achford. Pála bar dýrmætu töskuna sína, er hún fór til að útvega klefa í hinni lestinni meðan ég leit eftir farangri okkar. Það tók aðeins nokkrar mín- útur að ná í burðarþjón og koma farangrinum í hina lestina, síðan gekk ég út á brautarpallinn. til þess að líta eftir henni, hún var gersam- lega horfin. Ég var viti mínu fjær. Fimm mín- útum seinna fór lestin og ég stóð eftir á pallinum örvæntingarfyllri en nokkru sinni fyrr á minni ævi.

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.