Bergmál - 01.03.1947, Síða 20

Bergmál - 01.03.1947, Síða 20
BergmÁl Marz aðmirál var enginn annarr en hinn nýi yfírstjórnandi þýzku njósnanna, yfírmaður þýzku leyniþjónustunnar í síðari heimsstyrjöldinni. Walter Wilhelm Canaris aðmíráll er hinn dularfulli maður þýzku leyniþjónustunnar. Ef til vill munu sagnfræðingar óborinna kynslóða telja hann slyngasta njósnara okkar tíma. Einkum er hann þó snjall að skipu- leggja njósnir og ábyggilega snjallari á því sviði en nokkur annar er sögur fara af. Hann hefir gert sér minna far um að hafa sig í frammi, en nokkur annar nazistaforingi. Hann hefir beinlínis lagt kapp á að halda persónu sinni leyndri fyrir almenningi. Þær ljósmyndavélar sem komizt hafa í námunda við hann eru teljandi og hann hefir kosið að afsala sér allri dýrð og hylli almennings. Hann hefur aldrei verið sjáan- legur á hinum miklu samkomum og fjöldasýningum nasizta í Berlín og hann hefir aldrei talað í útvarp. Þó að hann væri einn af voldugustu og áhrifamestu mðnnum Hitlers-Þýzkalands, nefndu blöðin hann aldrei á nafn. Ekki var þó eins auðveldlega hægt að leyna höfuðstöðvum hans. Hann hafði sameiginleg 'húsakynni með hernaðarráðuneytinu í Bendelerstrasse 14, sem er í hiarta Berlatnrborgar. Samt sem áður sáu hann ekki nema fáir af þeim mörgu þúsundum, sem komu í þessa miklu byggingu. Þeir sem sáu honum bregða fvrir lýsa honum sem smávöxnum og grönn- um manni. Hann hafði fölan litafhátt, eins og þeir hafa, sem vinna á næturnar. Kiálkahein hans voru framstandandi og gaf það andliti hans slavneskan blæ. En nafnið Canaris er grískt. Afi hans og amma voru af grísku bergi brotin en höfðu flutzt til Þýzkalands. Aðmirállinn er ekki sérlega myndarlegur á velli. Hann gengur dá- lítið lotinn í herðum og höfuðið rær aftur og fram er hann gengur. Hárið sem upphaflega hefir verið fallegt er heldur farið að þynnast og er smám saman að verða grátt. Hann hefir heldur þyngst eftir því sem nær dró sextugsaldrinum. Hvernig hann myndi líta út í aðmírálsein- kennisbúningi er ekki gott að segja, því hann klæðist undantekningar- laust borgaralegum fötum. Einkaheimilisfangi hans var haldið vandlega leyndu styrjaldarárin. Nokkrir aðstoðarmanna hans vissu þó að hann átti heima einhvers staðar í nánd við Zehlendorf, og að húsið hans var umlukt blómagarði, sem aðmírálnum þótti vænt um. Vegna styrkjaldarinnar var aðmírállinn samt alltaf svo önnum kafinn, að hann hafði engan tíma afgangs til tóm- 18

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.