Bergmál - 01.03.1947, Síða 46

Bergmál - 01.03.1947, Síða 46
Gaman og alyara — Hvor þessara tveggja manna er brúðguminn. — Þessi áhyggjufulli — sá glaðlegi er faðir brúðarinnar. — Hvað er að þér gamli vinur, þú ert svo þreytulegUr? — Það er konan mín, sem er orsök í því. Ef hún heyrir einhvern hávaða þá vekur hún mig, hún er svo hrædd um að það sé inn- brotsþjófur. En innbrotsþjófar hafa aldrei neinn hávaða, og það sagði ég henni, og nú vekur hún mig alltaf þegar hún heyrir ekkert. Svertingjaprestur, sem var búinn að útenda tíma sinn hjá söfnuð- inum og vildi halda áfram, ávarpaði söfnuðinn sinn þessmn orðum: — Sá tími er nú kominn, að þið góðir bræður kjósið prest fyrir næsta ár. Allir þeir, sem kjósa að ég sé prestur ykkar áfram segi já. Hann beið augnablik, en það var dauðaþögn. Þá segir prestur: — Þögnin er sama og samþykki, ég verð áfram prestur ykkar. Willie: Faðir minn, hvað er fjölkvæmi; er það ef maður á einni konu of margt? Faðirinn: Ekki nauðsynlega, sonur minn; maður getur átt einni konu of margt og samt ekki verið fjölkvænismaður. Maðurinn kom inn í hergangaverksmiðju, þar sem margt fólk var að starfa, hann víkur sér að einum manni þar og segir: „Osköp eru að sjá þennan ungling með úfna hárið, vindlinginn og ljótu bux- urnar; það er ekki hægt að segja hvort það er stúlka eða strákur. — Það er stúlka, hún er dóttir mín, sagði hann ofurlítið snúð- ugur. — Herra minn, fyrirgefðu mér, ég hefði ekki verið svona opinskár, hefði ég vitað að þú værir faðir hennar. — Ég er ekki faðir hennar, ég er móðir hennar, svaraði manneskjan þurrlega. Það er sagt að hermaður einn sem var með setuliðinu á Islandi hafi haft tvennt í hug er hann fór þangað — að skjóta ísbjörn og kyssa íslenzka stúlku. Er hann var að skríða saman á spítala á íslandi, segir hann við kunningja sinn: — Ég hefði verið hyggnari, ef ég hefði reynt að skjóta stúlkuna, en kyssa ísbjöminn. 44

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.