Bergmál - 01.03.1947, Síða 50

Bergmál - 01.03.1947, Síða 50
BergmÁl Marz — Við hina heilögu Madonnu, mér lýst vel á yður. — Þvaður. — Eg sver það við heiður og sæmd. — Mamma smá. Lóla, sem hlustaði á hverju kvöldi roðnaði og fölnaði á víxl í felu- stað sínum. Einn dag kallaði hún til Turiddu. — Jæja, sumir hafa gleymt sínum gömlu vinum. — Hamingjusamur er sá, sem fær notið návistar yðar. — Langi yður að finna mig, vitið þér hvar mig er að hitta. Eftir þetta heimsótti Turiddu hana svo oft, að Santa tók eftir því og skellti aftur glugganum rétt við nefið á honum. Þegar fótgöngulið- inn fór fram hjá, bentu nágrannarnir hver öörum á hann með smá- brosi eða kollakinki. Maður Lólu fór frá einni kaupstefnunni til annarar með múlasnana sína. — A sunnudaginn ætla ég að ganga til skrifta, mig dreymdi svartar þrúgur í nótt, sagði Lóla. — Vertu ekki að því, bað Turiddu. — Jú, því nú er komið að páskum og þá grennslast maðurinn minn eftir því hvers vegna ég hafi ekki gengið til skrifta. — Sjáum til — tautaði dóttir Colas Canda Santa, meðan hún knjá- krjúpandi beið þess, að röðin kæmi að henni í skriftastólnum, en þar játaði Lóla allar syndir sínar. Að mér heilli og lifandi vil ég ekki senda þig til Rómar til að gera bót og betrun. Alfio kom aftur með múlasnana sína og fulla vasa af peningum, og hann hafði með sér fallegan kjól handa konunni í páskagjöf. — Það er rétt af yður að gefa konunni yðar gjafir, sagði Santa, — því meðan þér voruð í burtu var hún til prýði fyrir hús yðar. Þegar Alfio heyrði hana tala um konu sína á þennan hátt skipti hann litum eins og rekinn hefði verið í hann hnífur. — Fjandakornið, sagði hann, — ef yður héfur skjátlazt, þá sting ég úr yður augun og sömuleiðis úr ættfólki yðar; og hvernig ætlið þið þá að fara að því að gráta? — Eg er ekki vön að gfáta, sagði Santa, — það gerði ég ekki einu sinni þegar ég, með eigin augum, sá Turiddu Nungiasarson fara inn til konunnar yðar á nóttunni. — Það er gott, sagði Alifo. — Þakka yður kærlega fyrir. 48

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.