Bergmál - 01.03.1947, Síða 51

Bergmál - 01.03.1947, Síða 51
1947 BergmÁl Er kötturinn var kominn aftur, sýndi Turiddu sig ekki í nágrenninu á daginn, en duldi gremju sína í glaðværum stallbræðrahóp á kránni. A páskadagskvöldið stóð púnskolla á borðinu. Þegar Alifo kom inn skyldi Turiddu strax af augnatilliti hinna, að hann var kominn til þess að gera upp reikningana: — Viltu mér nokkuð Alfio? spurði hann. — Nei, ekki getur það nú heitið Turiddu, en það er svo langt síðan fundum okkar bar saman, að mér datt í hug að tala við þig um það sem við vitum báðir. T'uriddu hafði þegar rétt honum glas, en Alfio ýtti því frá sér. Þá reis Turiddu á fætur og sagði: — Hér hefurðu mig Alfio. Fyrirmaðurinn lagði hendurnar um háls hinns. — Ef þú kemur til fíkjukaktusanna við Cangiria á morgun getum við rætt málið nánar. — Bíddu mín á þjóðveginum við sólarupprás, svo fylgjumst við að. Askorunin var staðfest með kossi og Turiddu beit fyrirmanninn í eyrað, það var hátíðlegt merki þess, að hann ætlaði að standa við orð sín. Hljóðir og alvrlegir voru vinir Turiddu staðnir upp og þeir fylgdu honum heim. Veslings gamla Nunzia sat og beið hans eins og hún var vön þótt framorðið væri þegar hann kom heim. — Mamma, sagði Turiddu, — manstu þegar ég fór í herinn. Þá hélzt þú, að ég myndi aldrei koma aftur? Kysstu mig alveg eins og þá, því á morgun fer ég langt í burtu. I birtingu var hann farinn að leita að skeiðahnífnum sínum, sem hann hafði falið í heyinu, þegar hann fór í herinn, síðan stefndi hann til Canziria. — Jesus Maria, hvert ætlar þú svona allt r einu, kjökraði Lóla dauð- hrædd, þegar hún sá, að maðurinn var ferðbúinn. — Ég ætla ekki langt, svaraði Alfio, en fyrir þig væri sennilega bezt, að ég kæmi aldrei aftur. Lóla lá á hnjánum í náttfötunum einum og las hvert Avemariuversið eftir annað og hélt talnabandinu, sem Bernadio hafði haft með heim til hennar frá landinu helga fast að vörum sér. — Alfio, tók Turiddu til máls, er hann um stund hafði gengið þögull við hlið förunautar síns, með húfuna niðri í augum. — Ég hef syndgað, 49

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.