Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 58
Bergmál
Marz
irnir, höfðu lagt af stað í skinnaleit sína neðan frá hinum ánum tveimur,
Slave og Mackenzeeánni, þegar fyrstu vor sprungurnar fóru að koma í
árísana. Nú hafði hið tilkomumikla líf þessara héraða, sem einkenndist
af kröftugum átökum við náttúruöflin, hlátrum og söng, smám saman
fjarað út með hverri vikunni sem leið. Eftir langa og stranga vetrarmán-
uði, hafði gamla sagan endurtekið sig, í júnímánuði eins og venjulega.
Saga sigurs (þeirra sem komust af), tára og hamingju, saga um sult og
gnægð, um nýtt líf og máttugan dauða. Saga um hrausta menn og
hraustar konur, sem lifðu í trú forfeðra sinna. Ennþá rann dálítið af bezta
blóði gamla Englands og Frakklands í æðum þerira.
En það var nú klukkustund síðan, að David Carrigan, hafði látið sig
dreyma um líf norðursins á árbakkanum. A sextíu mínútum getur margt
skeð í lífi manns. Fyrir sextíu mínútum hafði aðalmarkmið hans- verið
að ná Roger svarta, lifandi eða dauðum og hafa hann með sér til baka.
Svarti Roger var grimmur skógarmaður. Hann hafði fyrir fimmtán árum
drepið sex manns á viðbjóðslegan hátt í hefndarskyni. Tíu árin af tím-
anum sem síðan var liðinn hafði svarti Roger verið álitinn dauður. en
fyrir nokkru síðan höfðu grunsamlegar sagnir um hann borizt að norðan.
Hann var ennþá á lífi. Fólk hafði séð hann Ijóslifandi, og það var nú
vitað, að hér var svarti Roger aftur á ferð. Yfirvöldin komust nú aftur á
spor hins hættulega morðingja og David Carrigan var sendiboði laganna.
— Komdu með hann með þér, lifandi, eða dauðann, voru síðustu orð
McVanes deildarforingja.
Þegar Carrigan hugsaði til kveðjuorða McVanes, gat hann ekki varizt
brosi, þó að kaldur sviti sprytti út á andliti hans í sólarhitanum. Áður en
sextugasta mínútan var liðinn eftir miðdagsteið, hafði hinn ruddalegi og
grimmi skuggabaldur komið að honum eins og þruma úr heiðskíru lofti.
II. KAPÍTULI.
Carrigan skreið á bak við stein, sem skýldi honum að nokkru leyti
og gróf sig niður í lausan, hvítan sandinn. Hann var alveg viss um, að
sá sem hann átti í höggi við, hafði eitthvað ljótt á samvizkunni. Það
var enginn vafi á því, að aðstaða hans var hér erfið og hann var í vanda
staddur. Hann var berhöfðaður, af því að kúla hafði rifið hattinn af
honum. Ljóst hár hans var orðið fullt af sandi. Hann sveið í andlitið,
en bláu augun hans lýstu þrótti og hugrekki. Honum var það ljóst að