Bergmál - 01.03.1947, Síða 64

Bergmál - 01.03.1947, Síða 64
Bergmál Marz andlega og líkamlega, en það var engu líkara, en mynd sú er hann sá fyrir sér þessar fáu sekúntur væri máluð í huga hans með rennandi pensli. Stúlkan var berhöfðuð. Andlit hennar var eins hvítt og nokkurt andlit getur yerið, lifandi eða dautt. Augu hennar voru eins og skærar stjörn- ur, þar sem eldur brann. Hann sá skínandi hár hennar og grannvaxinn líkama, hræðslu hennar og ráðleysi. Hann skyldi hana, þó að hann verkjaði í höfuðið og svimaði. Myndin hvarf smátt og smátt í bláma, en andlit hennar sá hann greinilega til hins síðasta. Það varð greinilegra og greinilegra, eins og það væri í ramma, fallegt, starandi og óttaslegið andlit, með dökkum hárlokkum, sem héngu fyrir því, eins og slæða. Hann tók eftir því að hárið var að nokkra leyti laust, eins og hún hefði verið í áflogum, eða hlaupið hratt neðan frá ánni á móti vindinum. Hann barðist við sjálfan sig til að reyna að halda þessari mynd hennar vakandi, eða aðhafast eitthvað, en hann þraut allan mátt jafnvel til að sjá og lifa. Hann féll aftur á bak og gaf um leið frá sér undarlegt hljóð. Hann heyrði ekki bænir stúlkunnar, sem kastaði sér niður í sand- inn við hlið hans ag bað um hjálp. Hann fann ekki, að hún lyfti höfði hans og strauk hárið frá andlitinu með hendinni, til.að'sjá hvar kúlan hafði hitt. Hann hafði ekki hugmynd um það ,er hún hljóp aftur niður til árinnar. Hann vaknaði við það, að nokkrir svalandi og þægilegir dropar runnu yfir brennheitt andlit hans. Það var vatn. Hann vissi það ósjálfrátt og ósjálfrátt fór hann að reyna að hugsa. Honum gekk í fyrstu erfiðlega að átta sig. Smátt og smátt fékk hann ómótstæðilega löngun til að segja eitthvað. En augu hans og varir voru samanlímd og hlýddu ekki skip- unum heilans. Loks fékk hann að sjá fyrsta Ijósgeislann og meðvit- undin kom. Stúlkan bograði yfir honum. Hann bæði fann og heyrði hreyfingar hennar. Vatnið dreytlaði yfir andlit hans. Svo heyrði hann rödd segja eitthvað fyrir ofan sig, en hann skyldi ekki hvað það var, er hún sagði. Með einbeittum vilja tókst honum að opna augun. — Þökk sé* „le bon Dieu“ að þér eruð lifandi, maður, heyrði hann blíða rödd segja. Það var eins og hún kæmi úr fjarlægð. — Þér lifið, — þér lifið . . . — Reynið þér það, umlaði hann dimmraddaður. Honum fannst allt í einu, hann vera orðinn svo brattur. — Reynið . . .

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.