Bergmál - 01.03.1947, Síða 68

Bergmál - 01.03.1947, Síða 68
Sögusafn Bergmáls Tímaritið Bergmál mun gefa út sex lírvalsskáldsögur á ári, sem fastir áskrifendur fá með ótrúlega lágu verði. Verða það tví- mælalaust beztu bókakaup, sem völ er á hér á landi. Ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að í Sögusafni Bergmáls verða einungis úrvals skáldsögur, sem allir er góðutn skáldsögum unna hafa yndi af að lesa og eiga. Bergmál hefir t hyggju að bæta að nokkru upp það skarð sem rerið hefir í íslenzkri bókaútgáfu, hvað snertir útgáfu góðra skáld- sagna. Því þó mikið hafi verið gefið út af alls konar bókum hefir varla nokkur góð skáldsaga, spennandi og skemmtileg komið út á síðustu árum. Um og eftir aldamótin kom talsvert út af góðum og heiðarlegum skáldsögum á tslenzku, sem vöktu alþjóðar athygli og vinsældir og voru lesnar upp til agna, svo nú eru þær óvtða til. Þann- ig var það með sögusöfn vestur-íslenzku blaðanna, kvöldvökusögurn- ar og ýmsar sögur, sem út komu sjálfstæðar. Nægir t þv't sambandi að nefna höfunda, eins og Haggard, Carve, Sabatini, Dumas, Scott, Marryat, svo nokkur nöfn séu nefnd, þeirra höfunda, sem skrif- að hafa skemmtilegar og viðburðarrikar skáldsögur, sem tilvaldar eru til skemmtilesturs. Fyrsta sagan t sögusafni Bergmáls er væntanleg á markaðinn t næsta mánuði og er það Frelsisvinir eftir fíafael Sabatini. Spenn- andi og viðburðartk saga um ástir og ævintýri. Með því að gerast áskrifandi að Bergmálssögunum, fáið þér sex úrvals skáldsögur fyrir ótrúlega lágt verð. Gerist áskrifendur að Bergmálssögunum strax t dag og þér verðið ekki fyrir vonbrigðum. Kaupið það ódýrasta, þegar þaS er jafnframt það bezta.

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.