Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 20

Goðasteinn - 01.09.1991, Blaðsíða 20
Nú víkur sögu austur að Þorvaldseyri. Þar bar að garði þennan sama dag Jón Sveinbjarnarson. Þorvaldur tók honum tveim höndum og saman settust þeir að hressingu inni í stofu. í umræðu komst ferð Sigurjóns frá Hjálmholti og hvert erindið myndi út til Eyja og allt í einu var sem ljós leiftraði um þá félaga, undir ferðinni bjó ekkert annað en það að koma í veg fyrir að nokkrir öruggir kjósendur Heimastjórnarmanna kæmust á kjörfund. Ferðin gat raunar, þótt sá fiskur lægi ekki undir steini, leitt til hins sama því ot't skipast fljótt sjór fyrir söndum. Jóni hitnaði nú skjótt í hamsi. Tók hann hest sinn og reið í spretti út að Hellnahóli og frétti þar að menn væru fyrir nokkru riðnir í sand. Hélt hann ferð sinni þá áfram sem mest mátti út í Vesturholtavarir. Það bar heim að þegar hann reið fram á hákamp fjörunnar þá voru Ingvar og fé- lagar hans komnir á flot. Jón hrópaði og veifaði til þeirra en það var sjaldan venja sjómanna að gegna landkalli þegar þeir voru á annað borð komnir út fyrir rifið og svo fór hér og Jón reið sár og reiður úr sandi. Þeir Ingvar og félagar fengu lognróður út til Eyja. Sigurjón búfræð- ingur var glaður og léttur í máli í sjóferðinni, vildi jafnvel taka í ári en ekki þótti ræðurum hæfa að láta hann fara að beygja bak við árina. Upp kom í umræðu manna þá að ekki mætti hafa langa dvöl í Eyjum ef tími ætti að vinnast til þess að komast á kjörfundinn á Stórólfshvoli. Sigurjón lét sér það vel skiljast, kvaðst ekki þurfa langan tíma til að Ijúka erindi sínu í Eyjum en greiða myndi hann áhöfn full daglaun meðan á dvöl stæði úti. Einhver innti að erindi hans og kom upp að það væri einkum við Anton Bjarnasen verslunarstjóra. Dagur var kominn að kvöldi þegar lent var í Eyjum og Fjallamenn fengu sér gistingu hjá vinum og vandamönnum. Þeir risu árla úr rekkju að morgni næsta dags svo ekki yrði hik með landferðina. Sigurjóni virt- ist þá tafsamt með að reka erindið. Hann varð öðru hvoru á vegi þeirra bátsverja, kvaðst enn eiga erindum ólokið og var ekki óðhugi. Leið svo fram á daginn og átt gekk í austur með brælu. Gekk Ingvar Einarsson þá á fund Antons Bjarnasen og innti hann að erindi Sigurjóns. Hann kom af fjöllum, fundum þeirra Sigurjóns hafði ekki borið saman. Ingvar gerðist þá aðgangsharður við Sigurjón og gaf honum stutta fresti til brottfarar. Hann fór undan í flæmingi og Ingvar fór að renna grun í að annað byggi undir ferðinni en upp var gefið. Hann hitti þá tvo vel metna Eyjamenn, þá Gísla Stefánsson kaupmann á Hólnum og Gísla Engil- 18 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.