Goðasteinn - 01.09.1991, Page 23

Goðasteinn - 01.09.1991, Page 23
messudagur í Stóra-Dal hjá séra Kjartani. Magnús reið með þeim Ey- vindarholtshjónum til messu. A leiðinni tók Anna svo til orða við sýslu- mann: ,,Það var annars gott að ég hitti yður, því búin var ég að heita því að tala yfir helvítis hausamótunum á yður.” Lét hún svo dæluna ganga um stund og vandaði bakferli Valtýinga ekki orðin. Sýslumaður hlýddi til þegjandi og sagði, er demban var afstaðin: ,,Eg vona að við verðum jafngóðir vinir fyrir þessu.” ,,Það má svo vera,” svaraði Anna. ,,Áttust þau eitthvað við, Sighvatur?” spurði séra Kjartan í Holti síðar. „Ekki er eiðfært að það hafi ekki verið ofurlítið,” svaraði Sighvatur og brosti við. Ekki má með öllu gleyma eftirmálum Eyjaferðarinnar. Fyrst er að geta að öli Utfjallaskipin sóttu hleðslu af góðri löngu út á Holtshraun daginn sem þeir Ingvar fóru til Eyja. Það var tapið. Daginn eftir kjör- fundinn reri Ingvar einskipa á vondan sjó. Sjó lægði, þegar kom fram á daginn og undir kvöld lenti hann með hlaðið skip. Og þá voru hestar það og reiðtygi Sigurjóns! Ingvar byrgði hestana í læstu hesthúsi á hverri nóttu fram á haust. Síðla sumars urðu menn varir við ferð Sigurjóns austur undir Fjöll, en ekki komst hann þá í færi við hesta sína. Hestarnir, ásamt reiðtygjum, voru síðast settir á uppboð sam- kvæmt bréfi frá Magnúsi Torfasyni sýslumanni, en Ingvar Einarsson tjáðist að hafa handveð fyrir þeim. Guðmundur Einarsson á Fit keypti gráan hest fyrir 55 krónur, Hallgrímur Brynjólfsson í Miðeyjarhólmi keypti skjóttan hest á 55 krónur, hnakkur var seldur á kr. 15,90, beisli á kr. 2,80 og svipa á kr. 1,60. Alls urðu þetta kr. 130,30 og gáfu áhöfninni í Eyjaferðinni um 7 krónur í hlut, en þá stóð krónan fyrir sínu svo við þetta mátti una. Kosningin 1899 markaði ákveðin þáttaskil í stjórnmálasögu Rangár- þings. Æsingur, órói og áróður koma þar líklega fyrst að einhverju marki við sögu, jafnvel mútur ef hún er sönn sagan af fátæka Fjallabónd- anum, sem var á ferð út á Eyrarbakka daginn íyrir kosninguna. Hann bar ekki utan á sér sældina til holda eða fata, fremur en fleiri á þeirri öld. Hann varð seint fyrir og fékk því húsaskjól í kaupmannshúsinu svo sem stundum kom fyrir um ferðamenn. Frúin í Húsinu vissi deili á hon- um og sat sig ekki úr færi með að inna að kosningunni austur í Rangár- vallasýslu. Konr þar máli hennar að spyrja hvern bóndinn myndi kjósa. Það var svosem sjálfsagt að hann kysi Magnús Torfason en svo bætti Goðasteinn 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.