Goðasteinn - 01.09.1991, Síða 23
messudagur í Stóra-Dal hjá séra Kjartani. Magnús reið með þeim Ey-
vindarholtshjónum til messu. A leiðinni tók Anna svo til orða við sýslu-
mann: ,,Það var annars gott að ég hitti yður, því búin var ég að heita því
að tala yfir helvítis hausamótunum á yður.” Lét hún svo dæluna ganga
um stund og vandaði bakferli Valtýinga ekki orðin. Sýslumaður hlýddi
til þegjandi og sagði, er demban var afstaðin: ,,Eg vona að við verðum
jafngóðir vinir fyrir þessu.” ,,Það má svo vera,” svaraði Anna. ,,Áttust
þau eitthvað við, Sighvatur?” spurði séra Kjartan í Holti síðar. „Ekki
er eiðfært að það hafi ekki verið ofurlítið,” svaraði Sighvatur og brosti
við.
Ekki má með öllu gleyma eftirmálum Eyjaferðarinnar. Fyrst er að
geta að öli Utfjallaskipin sóttu hleðslu af góðri löngu út á Holtshraun
daginn sem þeir Ingvar fóru til Eyja. Það var tapið. Daginn eftir kjör-
fundinn reri Ingvar einskipa á vondan sjó. Sjó lægði, þegar kom fram
á daginn og undir kvöld lenti hann með hlaðið skip.
Og þá voru hestar það og reiðtygi Sigurjóns! Ingvar byrgði hestana í
læstu hesthúsi á hverri nóttu fram á haust. Síðla sumars urðu menn varir
við ferð Sigurjóns austur undir Fjöll, en ekki komst hann þá í færi við
hesta sína. Hestarnir, ásamt reiðtygjum, voru síðast settir á uppboð sam-
kvæmt bréfi frá Magnúsi Torfasyni sýslumanni, en Ingvar Einarsson
tjáðist að hafa handveð fyrir þeim. Guðmundur Einarsson á Fit keypti
gráan hest fyrir 55 krónur, Hallgrímur Brynjólfsson í Miðeyjarhólmi
keypti skjóttan hest á 55 krónur, hnakkur var seldur á kr. 15,90, beisli
á kr. 2,80 og svipa á kr. 1,60. Alls urðu þetta kr. 130,30 og gáfu áhöfninni
í Eyjaferðinni um 7 krónur í hlut, en þá stóð krónan fyrir sínu svo við
þetta mátti una.
Kosningin 1899 markaði ákveðin þáttaskil í stjórnmálasögu Rangár-
þings. Æsingur, órói og áróður koma þar líklega fyrst að einhverju
marki við sögu, jafnvel mútur ef hún er sönn sagan af fátæka Fjallabónd-
anum, sem var á ferð út á Eyrarbakka daginn íyrir kosninguna. Hann
bar ekki utan á sér sældina til holda eða fata, fremur en fleiri á þeirri
öld. Hann varð seint fyrir og fékk því húsaskjól í kaupmannshúsinu svo
sem stundum kom fyrir um ferðamenn. Frúin í Húsinu vissi deili á hon-
um og sat sig ekki úr færi með að inna að kosningunni austur í Rangár-
vallasýslu. Konr þar máli hennar að spyrja hvern bóndinn myndi kjósa.
Það var svosem sjálfsagt að hann kysi Magnús Torfason en svo bætti
Goðasteinn
21