Goðasteinn - 01.09.1991, Page 136
Rauðalæk og að Framnesi, skoðuðu um leið hella í Ási og Berustöðum.
24. júní hóf svo milli 30 og 40 manna hópur gönguna aftur frá Framnesi,
austur í Vetleifsholtshverfi að Helli. Þaðan austur í Bjóluhverfi, að
Rangá. Fararstjórn Einar Egilsson.
Nautgripafélagið „Búbót” á orðið langa sögu að baki. Það hefur
starfað í 85 ár. Er stofnað 1905. Fyrsti formaður þess var Sigurður Guð-
mundsson í Helli. Fyrsta skýrsluár þess er 1906. Þá er meðaltal ársnyt
fullmjólka kúa 1.925 kg. 1989 eru 7 sem halda skýrslu og afurðahæsta
búið er með 5.927 kg á kú. Er það hjá Guðmundu Tyrfingsdóttur í Lækj-
artúni. Er hún búin að vera í efsta og efstu sætum með afurðir um árarað-
ir. Félagið hefur því skilað miklum árangri í auknum afurðum.
Formaður er Egill Sigurðsson, Berustöðum.
Búnaðarfélagið á einnig að baki langa ævi, því upphaflega er það
stofnað 1889. Hét þá Búnaðarfélag Holtamannahrepps. Fyrsti formaður
OlafurOlafssoneldri íLindarbæ. Stofnendur voru 12. Hinn3. mað 1942
voru Búnaðarfélag Ásahrepps og Búnaðarfélag Djúpárhrepps stofnuð.
Fyrsti formaður Búnaðarfél. Ásahrepps var Guðjón Jónsson, bóndi í
Ási. Upp úr þessu hófst hin mikla sókn í ræktun. byggingum og búskap
á allan hátt, sem stóð með miklum krafti fram undir 1980 að fram-
leiðslutakmarkanir fóru að bremsa af allar framkvæmdir. Nú er aðeins
um viðhald að ræða, endurræktun á gömlum túnum og skurðir endur-
nýjaðir með upphreinsun. Árið 1980 er 27 jarðabótamenn með 54 ha í
nýrækt og endurræktun túna 49.939 m3 í skurðum og 112.200 m í plóg-
ræsum. En 1989 eru 15 jarðabótamenn með enga ræktun, en 48.791 m3
í skurðum og kölkun túna upp á 112.383 kr. Af byggingum er þetta helst:
1988 byggir Guðmunda í Lækjartúni íbúðarhús 109 m2 og bílskúr 35 m2.
1989 stækkar Sigurbjörn á Ásmúla íjóshlöðuna, eykst hlöðurúm þar um
721 m3 og 1990 byggir Sveinn í Læjartúni fjós með haughúsi, mjólkur-
húsi og mjaltabás. Grunnflötur þessara bygginga er 427 m2. Allar inn-
réttingar vann hann sjálfur. Allt er þetta vandað og snyrtilegt unnið af
stórhug og bjartsýni. Búnaðarfélagið á nokkurn vélakost sem það leigir
bændum, en er nú orðið lítið notað. Félagsmenn eru 42 þar af 8 konur.
21 kaupir Handbók bænda en 25 kaupa Frey. Formaður er Sigþór Jóns-
son bóndi í Ási.
Miklum byggingaframkvæmdum á Laugalandi, á fyrsta og öðrum
áfanga er að mestu lokið, um 14% af verki eftir, sem er að stærri hluta
134
Goðasteitm