Hrafnista - 01.12.1948, Síða 23

Hrafnista - 01.12.1948, Síða 23
HRAFNISTA 5 þrjár klukkustundir. Var þá komið að bæ þeim í Patreksfirði er heitir Hvalsker, og er innarlega sunnan fjarðarins. Þar höfðu Rauðstrendingar skip sitt, stóran sexæring sem hafður var til flutninga 1 kaupstaðinn út á eyrum (Vatnseyri og Geirseyri). Fleiri bændur af Sandinum voru með í förinni svo að fullmannað var við hverja ár á skipinu. Þegar að firðinum kom, blasti við log'nsléttur sjávarflöturinn, og húsin í kaupstaðnum sáust í hillingum feikna stór og virtust miklu nærri en þau voru í raun og veru. Þótti mér þetta fögur sjón og nýstárleg, því aldrei hafði ég fyrr sér timb- urhús nema kirkjuna í Bæ.Skipinu, semvarí nausti, var nú hrundið í sjó og þótti mér þetta myndar- legasta skip. Allt var það tjargað utan og innan og öllu vel við haldið. Síðan var farangur borinn á skip við klöpp, sem var sjálfgerð bryggja er há- sjávað var. Síðan fóru allir á skipið, karlmenn, konur og börn. Við klöppina sá til botns og voru þar syndandi smáfiskar, koli og annað ungviði sem um aldir hafa átt þar, og sennilega á flestum fjörð- um, sína uppeldisstöð. Þetta hafði ég aldrei áður séð og þótti mikil nýlunda. Var nú ýtt frá landi og sex knáir ræðarar settust undir árar. Sjóferðin, sem hafin var, er um viku sjávar, eða fjórar sjó- mílur. Við systkinin sátum hjá móður okkar á búlkanum í skut ásamt fleiri konum og bömum. Eitthvað af fólki var í barka. Ræðin voru járnþollar og járnskinna á milli þeirra. Árarhlunnarnir voru einnig járnvarðir. Hljóðið, sem þessi umbúnaður myndaði þegar árin var hreyfð fram og aftur þótti mér mjög furðulegur. Þetta hafði ég hvorki heyrt né séð áður. Einhver geigur var í mér þegar ég horfði út fyrir borðið. Grængolandi sjórinn, þótt sléttur væri, skapaði í mínum barnshuga ótta við að detta útbyrðis. Geigurinn smáhvarf eftir því sem á leiðina sótti. Enda bar nú fyrir augu mín sýn sem tók allan huga minn og athygli. Á höfn- inni á Patreksfirði lágu fyrir akkerum fjöldi skipa, sigla við siglu bar fyrir augu, stærri og smærri skipa. Sérstaklega vöktu athygli mína hin stóru og mörgu frönsku fiskiskip, skonnortur. Margir hinna frönsku fiskimanna voru á þiljum uppi og töluðu ótt og hátt að mér virtist og létu sem þeir veittu hinni litlu íslenzku fleytu athygli. Kolareykur sem frá skipunum barst þótti mér einkennilegur, en þá reykjarlykt hafði ég aldrei áður fundið. Skipin voru tröllaukin í mínum augum og síðar yoru bernskudraumar mínir oft bundnir við þessi stóru skip. Eftir einnar og fjórðungs stundar róður var lent við bátabryggju á Vatneyri og sjóferðinni í það sinn lokið. Ekkert sögulegt hafði skeð. Allir glaðir og reyfir í sumarblíðunni og framundan biðu kynni við frændur og vini er í kaupstaðnum bjuggu, en svo var því háttað um foreldra mína. í þann tíð voru verzlanir 1 kauptúninu Sigurðar Bachmanns á Vatnseyri og Markúsar Snæbjörnssonar á Geirs- eyri. Báðir ráku þeir þilskipaútgerð jöfnum hönd- um. Mjög var gestkvæmt í kaupstaðnum af bænd- um úr nærliggjandi sveitum í verzlunarerindum að viðbættum stórum hópum franskra fiskimanna sem gengu um plássið sér til skemmtunar og hress- ingar eftir langa útivist. Starði ég undrandi á þenna mannfjölda, því svo stóran hóp hafði ég ekki séð þrátt fyrirgóða kirkjusókn í Bæ.Égmanvelfrönsku fiskimennina því þeir vöktu eftirtekt mína, þar sem þeir gengu um plássið með sjópoka sína syngj- andi við raust. Voru þeir friðsamir mjög og gerðu engum manni mein. Kom það fyrir að þeir réttu börnum harðabrauðskökur, sem þeir höfðu með- ferðis og þótti hið franska brauð mikið sælgæti, urðum við systkinin fyrir þessu happi sem önnur börn. Dvölin í kaupstaðnum var fram yfir miðjan dag daginn eftir. Margt bar fyrir augu mín og eýru

x

Hrafnista

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.