Hrafnista - 01.12.1948, Page 24

Hrafnista - 01.12.1948, Page 24
6 HRAFNISTA- sem vakti eftirtekt mína og hefur fest 1 minni mínu. Krambúðir verzlananna urðu mér furðu- efni, þar sem allt var til sýnis er verzlunin hafði upp á að bjóða. Allar hillur fullar af alls kyns vörum. Skúffur með matvöru, sykur, rúsínur, grá- fíkjur og hagldabrauð. Af hinu síðast nefnda feng- um við börnin örlítið í poka. Á gólfi búðarinnar voru tunnur með ýmsum vörum, þar á meðal brennivínstunna. í lofti héngu alls konar búsá- höld og sjófatnaður. Flestar þessar vörur voru nýstárlegar í augum mínum. 1 fjörunni á Vatnseyri var skipsskrokkur all stór sem mér þótti gaman að skoða. Skip þetta var „Loggorta“ er rekið hafði þar upp um veturinn 13. apríl. Skipið hét ,.Sjólífið“, eign Markúsar Snæ- björnssonar á Geirseyri. Hænsni hafði ég aldrei séð fyrr og vöktu þau mig um morguninn með gali sínu, áður en fótaferð hófst. Eitt af skipunum sem lá á höfninni var franskt herskip. Þrísigld „Frei- gáta“ með hjálparvél. Skip þetta mun hafa verið eftirlitsskip Frakka hér við land með frönsku fiskiskipunum. Siglutrén og hinar mörgu rár voru mikilfengleg í augum mínum svo og skipið allt. Mér er þetta svo minnisstætt, því foreldrar mínir, ásamt túiki, fóru með systur mina til læknisað- gerðar til skipslæknisins. Slík læknishjálp var ókeypis, var mér sagt, ef landsmenn leituðu til hinna frönsku lækna. Margs fleira minnist ég úr þessari fyrstu kaup- staðarför. En dýpstu áhrifin af för þessari voru eflaust skipin, sem mér þótti tignarleg, og áttu sinn þátt í því að skapa í minni ungu sál þrá eftir því að sigla á hinum stóru skipum um hafsins vegu. Ferðin heim varð mér á engan hátt viðburðarrík og hefur að heita má þurrkazt út úr minni mínu. Þessi mynd, sem ég hef hér dregið fram frá bernsku minni er mér ógleymanleg. íbúar kauptúnsins voru þá innan við 100 manns. Á Vatneyri einni, sem um eitt skeið var óðal forfeðra minna, voru um 13 hús, verzlunarhús meðtalin. Nú eru íbúar þessa sama kauptúns nær 900 með blómlegu atvinnulífi og miklum mannvirkjum. Þannig hefur þróunin orðið og málum skipazt á rúmlega hálfri öld. Jón Axel Pétursson: Á bernskuárunum leitaði hugurinn að öllu jöfnu út á sjóinn hjá okkur Bakkastrákunum- Hvernig mátti líka annað yera? Frá því við gátum gengið lá leið okkar niður að sjó, eins og það var kallað, til að standa á „steinum11 unz aðfallið rak okkur undan sér og upp á sand. Síðar stikluðum við á jökum er bárust meðfram sjávarströndinni, frá þeirri miklu elf Ölfusá, en þaðan lá leiðin til bátanna og uppskipunarskipanna er lágu við bryggjurnar. Vorum við fullir vona um að fá að fara í lengri eða skemmri ferðir með þeim og síðar meir alla leið út fyrir Sund til að afla þyrsklings eða vinna við uppskipun, en það var hámark draumanna á þeim árum. Það var þó ekki jafn auðvelt og maður skildi halda að láta þessa drauma rætast, því bæði var að bátar er við gátum valdið voru ekki margir og svo hitt að brimgarðurinn með „Sundin þrjú“ var ekki fyrir unglinga að eiga við, að dómi fullorðna fólksins. Ég man ekki hvernig það atvikaðist, en samt átti það sér stað, að við tókum okkur saman fimm strákar á líku reki, einn þó elztur, um að fara á þyrskling eins og það var nefnt. Magnús gamli Ormsson hafði farið við annan mann og vandinn því ekki mikill, að okkar dómi — aðeins halda sér í námunda við hann, þá hlytum við að fá fisk, því mið þekktum við engin, nema miðin út og inn Sundin. Færin sem við höfðum búið út voru nú tekin fram og náð í fjórróinn bát sem notaður var til þess að komast um borð í uppskipunarskipin á Lóninu. Valtur var hann oft nefndur til aðgrein- ingar frá bát sem kallaður var Skaðvaltur. Stýri fylgdi, fjórar árar og austurtrog. Við réðum ráð- um okkar, án nokkrar aðstoðar frá þeim fullorðnu og út var haldið um Háeyrarsund eða Ósinn eins og það stundum mun hafa verið kallað. Sá elzti var við stýrið, en hinir réru en fylgdust þó með hvað farið var og létu óspart í ljósi álit sitt ef ekki var alveg rétt stýrt út úr brimgarðin- um, því allir vildu stýrt hafa. Það var hroði og dálítil ylgja, 'en ekki brim. Þegar út fyrir brim- garðinn kom og nokkuð vestur með, var þar fyrir Mangi gamli Ormsson. Skók hann þar í gríð og ergju, en án sjáanlegs árangurs. Hann spýtti jafnt og þétt um tönn eins og til þess að leggja áherzlu á „skakið“, en allt kom fyrir ekki að okkur virtist. Þyrsklingurinn vildi ekki gefa sig fram. Við renndum nú líka og að lítilli stundu liðinni drógu tveir okkar smáþyrsklinga, og var ekki lítil gleði yfir þeim feng. Er þeir á hinum bátnum sáu það, kipptu þeir vestur á við.

x

Hrafnista

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.