Hrafnista - 01.12.1948, Side 26

Hrafnista - 01.12.1948, Side 26
8 HRAFNISTA vöku. Tveir menn voru um hverja hvílu og voru þeir hvílufélagarnir sinn á hvorri vöku. Ég var ekki settur á vakt, hef sennilega ekki verið talinn feng- ur í að hafa mig á vakt, þar sem skipshöfnin var talin ágæt og álitið litlu Skipta hvoru megin hryggjar ég lægi. Ég minnist þess, að veðrið var grátt þessa fyrstu sjóferð mína. Man ég það í og með vegna þess, að árið eftir var ég á sama skipi á svipuðum slóðum og var mér þá oft kalt, því þá voru ísþokur miklar og stundum íshröngl. Móðir mín vildi láta mig hafa með mér meiri og betri fatnað síðara sumarið, því veður væru breytileg frá ári til árs. Ég tók hennar góðu ráð ekki til greina, þess vegna fór sem fór, að mig næddi. Þáð sýndi sig, að ég var ekki gott fiskimannsefni, naum- ast vaxinn því, að ráða við þorsk á línu á dýpi. Þær ferðir, sem ég fór síðar á skútum var ég í meðallagi í fiskdrætti. Ég man það, að farið var inn á Hænuvík til að sækja snjó til að frysta með síld sem veidd var í net út í Húnaflóa. Það var oft erfiðleikum bundið að ná í snjó. Þegar snjóskafl- arnir voru ekki í flæðarmálinu (það voru þeir stundum allt sumarið) varð að sækja snjóinn upp á heiðar og fjöll, allt að stundar gang (undirlendi er þarna lítið). Snjórinn var borinn í strigapokum á bakinu, var stundum æði lítið eftir í pokunum þegar komið var í fjöru, einkum ef heitt var í veðri eða regn. Þetta strit þótti í þá daga sjálfsagt og enginn möglaði. Siglingin frá Reykjavík, austur á Húnaflóa tók mislangan tíma, allt að vika gat far- ið í þá siglingu. Á seglskipunum voru það lognin sem töfðu mest á sumrin. í þessari ferð lágum við í þrjá daga í logni undir Snæfellsjökli. Hvað væri nú sagt á tímum hraða og véltækni? Tómstundir voru fáar á skútunum, einkum þegar langt var siglt, voru þær notaðar til rímnakveðskapar og söngs. Skipstjórinn var góður söngmaður. Sumarið 1905 fór ég tvær veiðiferðir á „Golden Hope“. Árið 1906 var ég á franskleggðu skonnort- unni „Heklu“, 1907 var ég á kútter „Jóni“, sem venjulegast var kallaður Jón á horninu. 1908 var ég á kútter „Valtý“. Á þremur síðast töldu skipun- um var ég allan úthaldstímann, sem byrjaði 1. marz og lauk 10—20 september. Sigurður Þórðar- son var skipstjóri minn á öllum þessum skipum. Seglskipa- eða skútutímabilið er nú liðið hjá hér á Islandi. Með því kom vaxandi stórhugur og bjart- sýni. í janúarmánuði 1909 fór ég kyndari á b. v. Marz. Eldeyjar-Hjalti var skipstjóri þar. Fyrsti vélstjór- inn var danskur maður, Petersen að nafni. Ég var í smiðju hjá Guðjóni Jónssyni. Ég fór í véladeild stýrimannaskólans árið 1912 og lauk þaðan prófi í apríllokin 1913. Fór þaðan á b. v. „Snorra goða“ eign h. f. Kveldúlfs. Ég var á togurum til ársins 1917 að flestir togarar voru seldir úr landi. Á Sterl- ing 1918. Árið 1919 fór ég á togarann „Vínland“ og þaðan á b. s. „Baldur“ og var þar til ársins 1926 að ég hætti sjómennsku á togurum. 1926 fór ég á kola- kranann (Hegrann) og var þar til ársins 1930, að ég réðist til Skipaútgerðar ríkisins og hef ég verið þar síðan, nú síðast á varðskipinu „Ægi“. Þetta er í stórum dráttum starfssaga mín, hún er hvorki merkileg eða viðburðarík. Það er önnur saga, að ég og jafnaldrar mínir höfum lifað merkileg tíma- mót í sögu íslenzku þjóðarinnar. Það, sem áunnizt hefur síðustu 50 árin er stórkostlegt átak, sem sennilega á sér engar hliðstæður á næstu manns- öldrum. Það er gaman og gagnlegt að lifa, þegar blessuð sólin hellir geislum sínum yfir dagsverkið, sem unnið hefur verið í þeirri trú, að rétt hafi verið stefnt og einhver njóti góðs af. Júlíus Ólafsson, vélstjóri.

x

Hrafnista

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.