Hrafnista - 01.12.1948, Side 27

Hrafnista - 01.12.1948, Side 27
HRAFNISTA 9 Þegar ég fékk að sitja í... eftir Sœmund Ólafsson Sunnan undir Reykjanessfjallgarðinum stendur bóndabærinn Breiðabólstaðir, í sólríkum og grös- ugum hvammi. Hlíðin fyrir ofan bæinn og ásinn fyrir vestan hann, birgja útsýnið í tvær áttir, en annars er víð- sýnt heiman frá bænum. í austri blasir Ingólfsf jall við, litlu sunnar Hekla, Tindafjöll, Þríhymingur, Eyjafjallajökull og í suðaustri Vestmannaeyjar, en í suður og suðvestur fellur Norður-Atlantshafið að lágri og sendinni ströndinni. Þar á ströndinni er hin fornfræga veiðistöð Þor- lákshöfn. Um aldaraðir var Þorlákshöfn hið mikla nægtabúr Ölfusinga og annarra Sunnlendinga. Þangað sóttu í útver á vetrarvertíðinni flestir karl- menn sunnanlands, sem vettlingi gátu valdið, þar gerðust ævintýrin, sem hrifu hugi strákanna; draumar þeira og vonir, snerust um þennan fræga stað, þangað ætluðu þeir allir þegar þeir hefðu aldur til. Þar ætluðu þeir að taka þátt í bænda- glímum, búðarúski og græskulausum ærslum og óspektum æskuglaðra manna. Þar ætluðu þeir að taka þátt í kappróðrum og barningi, verða nafn- togaðir ræðarar, frammámenn, og formenn. Þang- að ætluðu þeir að sækja aflann í greipar Ægis, draga þorskinn, blóðga hann, hausa og fletja, salta eða herða og færa hann að lokum heim sem björg í bú ýmist í líki skreiðar, trosfisks eða í beinhörð- um peningum. Heiman frá Breiðabólstað blasir Þorlákshafnar- víkin við. Nesið sem skýlir henni fyrir suðvestan áttinni er láglent. Yzt á tanganum var hlaðin mik- il varða úr fjörugrjóti. Varða þessi var leiðarvísir sjómanna þegar þeir voru á miðunum og þeim því til mikils gagns, en heiman frá Breiðabólstað var hún til prýðis á lágri og sléttri ströndinni og gaf henni sérkennilegan svip. Þegar gott skyggni var, var hægt að fylgjast með því að heiman frá Breiða- bólstað, þegar skipin reru og komu að. Frá því að ég fyrst mundi eftir mér, reri faðir minn í Höfninni. Hann sagði mér margar sögur úr verinu, sögurnar voru af miklum afla, vondum barningi, mikilli siglingu og fleiru. Ég fylgdist því af miklum áhuga með því sem gerðist í Höfninni og hægt var að sjá að heiman frá bænum. Oft færði ég það í tal við föður minn, að ég fengi að fara með honum á sjóinn einn róður, mér til gam- ans. Hann tók því jafnan vel og kvað það sjálfsagt, þegar ég væri orðinn stærri. Atvikin höguðu því þannig, að þegar ég var kominn á fermingaraldur og því nógu gamall til þess að fá að sitja í, þá var faðir minn hættur að fara í útver um nokkurra ára bil. Hann bað því kunningja sinn, Magnús Jónsson bónda frá Hjalla, sem þá var formaður í Höfninni, að lofa mér að fljóta með honum einn róður, og gekkst Magnús inn á það. Það mun hafa verið fyrstu dagana í maí, sem ég lagði af stað að heiman eldsnemma til þess að láta þann mikla draum minn rætast að koma á sjó. Veður var fagurt, heiðskýrt og andvari af norð-austri. Frá Breiðabólstað og fram í Þorláks- höfn er um klukkutíma og tuttugu mínútna gang-

x

Hrafnista

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.