Hrafnista

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 27

Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 27
HRAFNISTA 9 Þegar ég fékk að sitja í... eftir Sœmund Ólafsson Sunnan undir Reykjanessfjallgarðinum stendur bóndabærinn Breiðabólstaðir, í sólríkum og grös- ugum hvammi. Hlíðin fyrir ofan bæinn og ásinn fyrir vestan hann, birgja útsýnið í tvær áttir, en annars er víð- sýnt heiman frá bænum. í austri blasir Ingólfsf jall við, litlu sunnar Hekla, Tindafjöll, Þríhymingur, Eyjafjallajökull og í suðaustri Vestmannaeyjar, en í suður og suðvestur fellur Norður-Atlantshafið að lágri og sendinni ströndinni. Þar á ströndinni er hin fornfræga veiðistöð Þor- lákshöfn. Um aldaraðir var Þorlákshöfn hið mikla nægtabúr Ölfusinga og annarra Sunnlendinga. Þangað sóttu í útver á vetrarvertíðinni flestir karl- menn sunnanlands, sem vettlingi gátu valdið, þar gerðust ævintýrin, sem hrifu hugi strákanna; draumar þeira og vonir, snerust um þennan fræga stað, þangað ætluðu þeir allir þegar þeir hefðu aldur til. Þar ætluðu þeir að taka þátt í bænda- glímum, búðarúski og græskulausum ærslum og óspektum æskuglaðra manna. Þar ætluðu þeir að taka þátt í kappróðrum og barningi, verða nafn- togaðir ræðarar, frammámenn, og formenn. Þang- að ætluðu þeir að sækja aflann í greipar Ægis, draga þorskinn, blóðga hann, hausa og fletja, salta eða herða og færa hann að lokum heim sem björg í bú ýmist í líki skreiðar, trosfisks eða í beinhörð- um peningum. Heiman frá Breiðabólstað blasir Þorlákshafnar- víkin við. Nesið sem skýlir henni fyrir suðvestan áttinni er láglent. Yzt á tanganum var hlaðin mik- il varða úr fjörugrjóti. Varða þessi var leiðarvísir sjómanna þegar þeir voru á miðunum og þeim því til mikils gagns, en heiman frá Breiðabólstað var hún til prýðis á lágri og sléttri ströndinni og gaf henni sérkennilegan svip. Þegar gott skyggni var, var hægt að fylgjast með því að heiman frá Breiða- bólstað, þegar skipin reru og komu að. Frá því að ég fyrst mundi eftir mér, reri faðir minn í Höfninni. Hann sagði mér margar sögur úr verinu, sögurnar voru af miklum afla, vondum barningi, mikilli siglingu og fleiru. Ég fylgdist því af miklum áhuga með því sem gerðist í Höfninni og hægt var að sjá að heiman frá bænum. Oft færði ég það í tal við föður minn, að ég fengi að fara með honum á sjóinn einn róður, mér til gam- ans. Hann tók því jafnan vel og kvað það sjálfsagt, þegar ég væri orðinn stærri. Atvikin höguðu því þannig, að þegar ég var kominn á fermingaraldur og því nógu gamall til þess að fá að sitja í, þá var faðir minn hættur að fara í útver um nokkurra ára bil. Hann bað því kunningja sinn, Magnús Jónsson bónda frá Hjalla, sem þá var formaður í Höfninni, að lofa mér að fljóta með honum einn róður, og gekkst Magnús inn á það. Það mun hafa verið fyrstu dagana í maí, sem ég lagði af stað að heiman eldsnemma til þess að láta þann mikla draum minn rætast að koma á sjó. Veður var fagurt, heiðskýrt og andvari af norð-austri. Frá Breiðabólstað og fram í Þorláks- höfn er um klukkutíma og tuttugu mínútna gang-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hrafnista

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.