Hrafnista - 01.12.1948, Síða 28

Hrafnista - 01.12.1948, Síða 28
10 HRAFNISTA ur fýrir lausgangandi mann. Leiðin liggur fyrst yfir heiði og síðan yfir foksand, og er um klukku- stundar gangur yfir sandinn. Ég hafði ekki matarlyst áður en ég lagði af stað fyrir ferðahug, og svo var ég hræddur um að ég yrði strandarglópur, slíka hneisu vildi ég forðast ef auðið væri. Ég hljóp við fót fram yfir heiðina og fram á sandinn. En þá þyngdist undir fótinn, því sandur- inn var laus og skrapp undan fætinum í hverju spori, skórnir, sem voru íslenzkir kúskinnsskór, fylltust af sandi. Þegar ég kom fram á sandinn, tóku skipin að tínast frá landi, eitt og eitt, oig þeg- ar ég kom fram á Unubakka fóru þau í stórum hóp úr báðum vörum. Ég þótist nú viss um að ég væri örðinn of seinn og tók til fótanna og hljóp í spretti það, sem eftir var af leiðinni og hélt beint til ver- búðar Magnúsar á Hjalla. Þegar þangað kom var mér vel tekið. Magnús og hásetar hans voru komnir á fætur og bjuggust til róðurs. Þeir sátu á rúmum sínum tveir og tveir, og átu með góðri lyst skrínukost sinn, rúgbrauð og kæfu, hangikjöt og íslenzkt smjör, þeir bleyttu í góðmetinu með svörtu kaffi, sem þeir drukku úr stórurn ílátum. Formaður brá á léttara hjal við mig, sem ég tók lítið undir, því ég vissi ekki hvort hann var að spauga mig sem græningja eða tala við mig sem jafningja, en .það fannst mér eðlilegast, því báðir vorum við Ölfusingar og ættstórir mjög, og báðir af Bergs-ætt, og hann heitinn eftir langafa og langalangafa okkar beggja, Magnúsi ríka í Þor- lákshöfn. Þótt ég væri á báðum áttum um hvernig taka bæri spaugi Magnúsar formanns, þá var ég fljótur að átta mig á igóðgerðum hans, ég át því með góðri lyst úr skrínu hans, þar til ég var vel mettur. Þeir Magnús skinnklæddust nú í snatri. Skinn- klæðin voru skinnbrækur sem tóku þeim upp fyrir mitti, á fótunum höfðu þeir stóra skó úr þykku sólaleðri og bundu þá fasta um öklann með sterk- um lindum, að ofanverðu voru þeir ýmist í skinn- stökkum eða olíubornum vaxstökkum, á höfði höfðu þeir sjóhatta og á höndum sjóvettlinga. Sumir bakbundu sig, en það var gert á þann hátt að brugðið var snæri um mittið utan yfir skinn- stakkinn, endanum var brugðið undir klofið að aft- an og fest upp í mittisbandið að framan. Þeir félagar lánuðu mér skinnklæði og skrýdd- ist ég þeim, en varla hef ég verið mjöig kempuleg- ur, því Sigursteinn sagði að ég væri eins og horað- ur hundur í heilum tunnusekk. Magnús gekk fyrst- ur til skips, en það stóð uppi á flórunum fyrir ofan stórstraums flæðarmál, skorðað með hlunnum. Skipið hét „Engey“ og var tólfróinn áttæringur, mikil fleyta og fögur. Ekki voru skipverjar skart- búnir þegar þeir héldu til skips, en þeir voru fas- miklir og frjálsmannleigir. Sjávarmölin á kampin- um marraði undan fótum þeirra; þeir gengu svo snúðuglega, að ætla mátti eftir skóhljóðinu að þar færu margir tugir manna en ekki þrettán menn, en það var tala þeirra skipverja, sem að þessu sinni fóru í róður á „Engey“. Þegar að skipinu kom gekk hver maður að sínu rúmi. Hlunnarnir voru teknir frá skipinu og lagð- ir í mölina o,g skipið sett niður á þeim. „Leggið þið á það hendurnar“, sagði formaður og skipið tók snarpan kipp til sjávar, í flæðarmál- inu snaraði einhver hásetinn mér upp í skipið, en það seig áfram með jöfnum hraða þar til það var komið á flot. Hver skipverji hljóp upp í skipið þegar hans rúm var komið þar til sjávar að ekki var vært við það lengur. Þeir gripu hver sína ár og lögðu hana út.

x

Hrafnista

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.