Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 31

Hrafnista - 01.12.1948, Blaðsíða 31
HRAFNISTA 13 af mér árina og ætlaði að reka mig af þóftunni. En formaður hló að okkur og sagði við hásetann: „láttu strákinn reyna aftur“, og hlýddi hann því. Nú tókst mér betur og komst ég upp á áralagið og réri eftir megni um hríð. Nú leið inér betur, sjóveikin hvarf o.g mér batnaði í hausnum. Það sem eftir var af leiðinni í land fékk ég að hvíla austurrúmsmennina öðru hvoru, svo að kuldinn og sjóveikin náði ekki tökum á mér aftur. Eftir alllangan, og að mér fannst strangan, róð- ur, komum við aftur austur fyrir hornið, þaðan var vindur liðugur í land og var þá sett upp formastr- ið og siglt inn undir vörina, en þá var mastrið fellt og róinn síðasti spölurinn. Þegar beigt var inn í vörina lögðu framámenn- irnir upp árarnar og tóku til kolluböndin, hring- uðu þau upp og brugðu hringnum upp í olnbogabót þeirrar handar, sem vissi að birðingnum, þegar þeir höfðu hlaupið fyrir borð í lendingunni. Þeir settust klofvega á öldustokkinn sinn hvorum meg- in tilbúnir til að hlaupa út úr skipinu og taka af því mestu ferðina í lendingunni og ýta því aftur á flot í skyndi ef það stæði að framan. Jafntímis því sem skipið kenndi grunns að fram- an tók formaður stýrið frá og greip krókstjakann, með honum hélt hann afturenda skipsins réttum í vörinni en framámennirnir héldu framendanum réttum og gættu þess að skipið stæði aldrei að framan. Þannig var skipinu haldið í vörinni á með- an fiskurinn var seilaður. Hásetarnir lögðu nú upp oig skutu árunum fram með skipssíðunni upp í flæðarmálið, þar tók landmaðurinn á móti þeim og bar þær undan sjó. Þegar hásetarnir voru lausir við árarnar gripu þeir til seilarólanna og settu á þær seilarnálarnar og seiluðu fiskinn. Það verk var framkvæmt á þá lund að seilarnálinni, sem venjulega var úr hval- beini, var stungið undir kinn fisksins og í gegnum annað augað. Á hverja seil voru settir allt að fimm- tíu fiskar. Seilarnar voru að lokum dregnar undan sjó, og þá hófst setning skipsins. Til aðstoðar við setninguna var notað igönguspil, (kafstan) á spil- inu voru fjórar álmur og gengu nokkrir menn á hverja þeirra og ýttu þeim á undan sér í hring. Spilið vatt dráttartaugina upp á sig um leið og því var snúið. Þeir hásetar, sem ekki voru á spilinu studdu skipið og léttu undir setningunni með því að bakka það. Aðrir settu hlunna undir skipið svo að það drægist ekki í mölinni. Öllum þessum vinnu- brögðum stjómaði formaðurinn með æðrulausri festu, og með rólegum fyrirskipunum. Þegar búið var að setja skipið og veita því venjulegan um- búnað á flórunum, var fiskurinn borinn upp á skiptivöUinn. Að uppburðinum unnu hásetarnir, en formaður gekk til búðar þegar búið var að setja skipið. Fisk- urinn var borinn í byrðarólum. Byrðarólarnar vou úr gildu snæri með töpp á öðrum endanum. Tappalausa endanum var brugðið á augað á seil- arólinni og fiskurinn látinn renna á milli ólanna. Hásetarnir báru bak og fyrir, mér fannst undrun sæta hvað mikið þeir gátu borið í hinum þungu skinnklæðum upp brattann og lausan malarkamp- inn. Þeir lyftu hver á annan til skiptis. Þeim var mikill metnaður í því að bera sem mest, því hver vildi vera annars jafnoki. Mér sýndist þeir allir bera furðu stórar byrðar en þó sýndist mér Helgi í Forsæti og Sigursteinn fara léttilegast með sýnar byrðar, enda voru þeir báðir risar á vöxt og kraftalegir mjög. En stærstu byrðina held ég að lítill maður og þéttur á velli hafi borið, en hvað hann hét man ég ekki. Meðan allt þetta gerðist var ég þögull áhorfandi oig fylgd- ist af óblandinni ánægju og með vökulli eftirtekt með hverju handtaki og fyrirskipan. Ég bar mikla lotningu fyrir þessum mönnum og vinnubrögðum þeirra, þeir unnu af kappi og fjöri og voru sífellt að keppast um það að afkasta sem mestu, enginn vildi liggja á annars liði. Þegar uppburðinum var lokið, héldu allir til búð- ar og mötuðust áður en fiskaðgerðm hófst. í búð- inni var glatt á hjalla. Á meðan skipverjar mötuð- ust spjölluðu þeir um flest á milli himins og jarð- ar. Aflabrögðin skipuðu öndvegi, um dagin hafði verið tregur afli og þeir Magnús með þeim hæstu í róðrinum, höfðu fengið yfir tuttugu í hlut. Þá var spjallað um konur á þann hátt sem ég var óvanur að heyra. Gamanyrði gengu á milli manna en græskulaus skildist mér þau vera. Þegar ég hafði þegið góð- gerðir hjá formanninum kvaddi ég hann og alla skipshöfnina með hendabandi og lagði af stað heimleiðis. Degi var tekið að halla, framundan brosti sveitin við, ylhýr í kvöldskininu, þar hafði ég slitið bamsskónum. Hvert fjall, hæðardrag og hvammur voru gamlir vinir, sem höfðu skýlt æsku minni og veitt henni önn og yndi. Að baki var sjórinn. Brimhljóðið lá í Skötubót, það var þungt og seyðmagnað. Sæmundur Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hrafnista

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.