Hrafnista

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 33

Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 33
HRAFNISTA ÞAÐ SEM I.ANDI K/FÐINGAR FORNALDARINNAR VISSU Herodot var frægastur allra ferðalanga og land- fræðinga grískra, hann fæddist árið 485 f. Kr. Hann hæðist að heimsmynd Hómers og segir: „Ég þekki ekkert fljót, sem heitir „Oceanos“, Hómer eða eitthvert annað fornskáld hefur fundið þetta nafn upp og sett í kvæði sín“. Þótt Herodot væri framúrskarandi lærdómsmaður, og réttnefndur faðir landafræðinnar, virðist hann þó ekki viður- kenna þá skoðun, að jörðin sé hnöttur, sem svíf- ur í geimnum. Hinsvegar gerðu það flestir grísk- ir lærdómsmenn á hans dögum. Ferðasögur og landalýsingar Herodots voru aftur á móti ómetan- legur fróðleikur um „jarðarkringluna“. Lönd þau er Hómer lýsir eru aðeins 1000 kílómetrar að þver- máli, en heimur sá, er Herodot þekkir er þrisvar sinnum stærri. Á dögum Hómers voru það í raun- inni aðeins strendur Grikklands og Litlu-Asíu, sem menn þekktu til hlítar. Þekkingin á öðrum lönd- um varð æ þokukenndari því lengra sem þau voru í burtu. Um löndin hinum megin við Egiptaland og Þrakíu kunnu Hómer og samtímamenn hans aðeins ævintýr og sagnir. Þar voru bústaðir gyðja og furðuvera, eineygðra Kýglópa, Kímeranna, sem lifðu í sífelldu hálfrökkri. Leistrigónanna, risavax- inna mannæta, sem bjuggu við sífellfr ljós. Herodot skiptir jörðinni í þrjá hluta, Evrópu, Asíu og Af- ríku (Libyu) og játar það hreinskilnislega, að hann viti ekkert um hvaða þjóðir búi á yztu mörk- um þeirra, og hann varar lesendur sína vandlega við því, að leggja trúnað á furðusögur um stærð og lífsþrótt þessara fjarlægu þjóða. Þrá Grikkja til ferðalaga og landkönnunar óx við hinn fræga leiðangur Alexanders mikla 327 f. Kr. Það er talað um marga djarfa ferðamenn á þeim tímum. Þá var ýmsum héruðum Indlands lýst, ennfremur eynni Taprobane, sem nú heitir Ceylon. Á þessum ferðum var merkilegum fróð- leik safnað, þrátt fyrir það, að sumar ferðasög- urnar séu blandnar ýmsum tröllasögum, t. d. um fólk með eyru, sem löfðu ofan á jörð, sumt með hundshausa o. s. frv. Samhliða því, að landfræðiþekkingin jókst, unnu skarpskyggnir vísindamenn og landfræðingar að því að rannsa-ka lögun jarðarinnar og afstöðu hennar til reikistjarnanna. Frægastur þeirra allra er Aristóteles (384—322 f. Kr.). Hlutur hans í menningarsögunni var svo geysistór, að í hálft annað þúsund ár trúði heimurinn á kenningu hans, 15 og lagði ekki trúnað á aðrar rannsóknarniðurstöð- ur en þær, sem ekki brutu í bág við kenningar hans og ritningarinnar, því að hann og ritningin voru mest metnu heimildir miðaldanna. Aristó- telesi tókst með rannsóknum á tunglmyrkvum að sanna, að jörðin væri hnöttur, sem svífur í him- ingeimnum, og það var það sama og Þales gamla lærða frá Milet hafði grunað. Eratosþenes, frægur vísindamaður, stærðfræð- ingur og landfræðingur, grískur, sannaði með skarplegum mælingum á lengd skugga hingað og þangað, að ummál jarðarinnar væri h. u. b. 250.000 stadíur, þ. e. h. u. b. 40.000 km., sem er mjög nærri sanni. Eratosþenes stofnaði bókasafnið í Alexandr- íu og gaf því uppdrátt af heiminum, sem hann hafði teiknað sjálfur. Það er fyrsta landabréfið, sem vitað er um að gert sé eftir stærðfræðilegum og stjarnfræðilegum grundvallarreglum. Yztu lönd- in á landabréfi þessu eru Bretland og Thule í norð- vestri og eyjan Tabrobane (Ceylon) í suð-austri. Þetta kort var undirstaða allra landfræðirannsókna um langa hríð, unz Grikkinn Ptólemeus, fæddur um 100 f. Kr., frægastur allra kortagerðarmanna og landfræðinga í þá daga, gerði uppdrátt sinn af heiminum eftir nýjum og fullkomnari aðferðum. í landbréfi Ptólemeusar eru' 26 minni kort af ýmsum heimshlutum, og er þar fjöldi nafna á borgum, fjöllum, fljótum o. s. frv., og svo kort af öllum heiminum, sem gerðist merkilegt vegna þess, að því var ekkert breytt í nær því 13 aldir. Kort þetta sýnir, að Ptólemeus þekkir jörðina miklum mun betur en fyrirrennarar hans. Vestur- Evrópa er hér um bil alveg rétt hjá honum, Eystra- salt er sýnt, svo og cimbriski-skaginn svokallaði og fjórar skandinaviskar eyjar. í austri og suðri hafa mörg ný nöfn bætzt við. Ptólemeus þekkir m. a. Malaja-skaga, Java, Sómatra og fleiri eyjar, sem menn héldu, að mannætur og skógarpúkar byggðu. Um Afríku segir hann, að upptök Nílar séu í hinum snævi huldu „Mánafjöllum“, sem séu nokkru sunnan við miðjarðarlínu. Mörgum öldum síðar sannaðist það, að þessi forngríski landfræð- ingur hafði næstum alveg' rétt fyrir sér um þetta. Heimur sá, er Ptólemeus þekkir nær frá „Ham- ingjueyjunum" (Kanarí-eyjunum) vestan við Af- ríku, og austur í Kína, norðan frá kuldabelti suð- ur að hitabeltinu um miðjarðarbaug, og töldu menn bæði þessi belti óbyggileg. Ein stórvægileg villa var í landabréfi Ptólemeusar, og átti hún eftir að hafa mikil áhrif á landkönnunarferðirnar miklu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hrafnista

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.