Hrafnista - 01.12.1948, Page 36

Hrafnista - 01.12.1948, Page 36
18 HRAFNISTA á miðöldum. Hann leit svo á, að hafið, sem að- skildi Austurlönd hin yztu og vesturlönd Evrópu, væri miklu mjórra en það er í raun og veru. Það var þessum misskilningi að þakka, að Kólumbus stefndi vestur á haf, 14 öldum síðar, í þeirri von að komast til Indlands og Kryddeyjanna, án þess að hafa hugmynd um, að óþekkt heimsálfa og tvö heimshöf voru á milli hans og þessarar ákvörðun- arstaða. ARABAR VERNDA VÍSINDIN Störf Ptólemeusar eru þrátt fyrir alla galla há- stig landfræðirannsókna í fornöld. En þegar hann lézt, féll síðasti landfræðingur fornaldarinnar í valinn. Samhliða þjóðflutningunum miklu varð mikil menningarhnignun. Húm miðaldanna skall. yfir Miðjarðarhafslöndin og skyggði um langt skeið algerlega á hin ágætu vísindaafrek fornaldarinnar. Jörðin var sögð flöt að nýju, eða einhvemveginn öðruvísi í laginu. Furðulegar heimsmyndir voru búnar til, miklu fávíslegri og ótrúlegri en á dögum Hómers sálaða tveim þúsund árum áður. Dæmi um þetta er heimsmynd sú, er munkur nokkur, Kosmas, að nafni, setti fram. Hann dó um 550 e. Kr. Áður en hann gekk í klaustur hafði hann verið kaupmaður í Alexandríu og hafði ferðazt í Af- ríku og Asíu, allt til Ceylon. Þrátt fyrir það, að hann er svo víðförull, er heimsmynd hans mjög fávísleg. í riti sínu: „Kristileg staðalýsing“, færir hann mótrök gegn þeim „misgáningi" að halda að jörðin sé hnöttótt, og reynir síðan að sanna, að tjaldbúð Mósesar sá í rauninni rétt mynd af ver- öldinni, því að jörðin sé ferhyrnd, og hún, sólin, tunglið og öll önnur himintungl séu í stórri, af- langri öskju, og sé efsti hluti hennar tvöfaldur himinn. — Slíkar hugmyndir og þessi náðu mik- illi útbreiðslu á fyrri hluta miðalda. En alltaf voru þó til lærðir menn, sem varðveittu sannleiksarf fornaldarinnar einhversstaðar í afskekktum klaustrum. Sá arfur var ekki glataður um aldur og ævi, þótt hann hyrfi um hríð og síðar kom hann í ljós með enn meiri ljóma. En ný, sigursæl þjóð, Arabar, urðu eiginlega erfingjar hinna sigildu vísinda. Arabar breyttust úr villtri og herskárri eyðimerkurþjóð í menning- arþjóð, sem listir og vísindi blómguðust hjá. Og jafnframt tóku landfræði- og stjarnfræðivísindin miklum framförum, Yísindamenn létu eigi aðeins þýða og rannsaka fornaldarritin, heldur unnu þeir líka sjálfstætt á þeim undirstöðum, er fornmenn höfðu reist. Vottur þeirrar yirðingar, sem Ptóle- meus, landfræðingurinn mikli, naut hjá Aröbum, var viðurnefni það, sem þeir gáfu honum: „alma- gest“, sem er arabiskt orð og þýðir „hinn mesti“. Á þeim tímum, er veldi Islams stóð sem hæst, var gott tækifæri til að afla staðgóðrar þekkingar um fjarlæg lönd og þjóðir. Kóraninn var sámeigin- legt helgirit allra Múhameðþjóða, hann var lesinn frá Yantsekiang til Filippseyja og Marokko. Með Aröbum þekktust jafnvel hinir fjarlægustu dval- arstaðir trúaðra. í Samarkand, Bagdad, Damaskus, Kairo, Fez og Kordóva söfnuðust víðtækar land- fræðibókmenntir í fjölda handrita. Marokkó-mað- urinn Ibn Battu hafði komið sjálfur til bæði Sene- gal í Afríku og Jenisei-fljóts í Síberíu. Arabisk verzlunarskip sigldu til Kína-stranda og Molúkka- eyja. Þekking þeirra seildist allt inn í Afríku miðja. Gamalt uppkast að landabréfi sýnir, að Arabar vissu, að hvíta Níl átti upptök sín í þrem- ur vötnum. Arabar höfðu lært notkun áttavitans af Kínverj- um. Sjómenn þeirra gátu siglt um Indlandshaf eftir stjörnunum og þeir mældu sólarhæðina með einskonar hornmælitækjum, og gátu ákveðið það allnákvæmlega á hvaða breiddarstigi skipið var statt. Þetta mælitæki varð síðar fyrirmynd að Jakobsstafnum svo kallaða, en hann hafði mikla þýðingu fyrir siglingar á úthöfum. Nær því öll bein verzlun við Austurlönd var í höndum Araba, og varð það til þess, að Evrópa komst ekki í beint samband við Austurlönd lengi fram eftir miðöldum. Sjóndeildarhringurinn víkk- aði á ný, þegar krossferðir hófust og veldi Araba hnignaði. Nýjar, þróttmiklar þjóðir komu fram á sjónarsviðið, og verzlunarsambönd fornaldarinn- ar gátu tekizt að nýju. Mongölsku höfðingjarnir, sem komu á eftir Djengis Khan, reyndust vin- gjarnlegir og gestrisnir við útlendinga og þá opn- uðust verzlunarleiðir um Asíu til Kína. Enginn þeirra færði sér þessar hagkvæmu aðstæður í nyt jafn vel og ferðamaðurinn frægi Marco Polo, og bráðlega lærðu ítölsku verzlunabborgirnar, eink- um Genúa, að notfæra sér viðskiptamöguleikana. NÝJAR LEIÐIR — NÝIR HEIMAR Innan skamms fóru ríkin tvö á Pyrenea-skaga, Spánn og Portúgal, að krefjast rúms, Þar urðu

x

Hrafnista

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.