Hrafnista - 01.12.1948, Page 39

Hrafnista - 01.12.1948, Page 39
HRAFNISTA 21 og um brjóst mitt fór þægileg hamingjukend yfir öllu því furðulega, sem ég sá og gaf mér fyrirheit um það, sem ég ætti í vændum. Bifreiðin staðnæmdist fyrir framan tveggja hæða hús, Við stigum út, gengum eftir lítilli stétt, inn um hlið með stórum blómsturpottum beggja vegna á stöplum. Annar var í laginu eins og hvalur, sem spýr sjó. Pabbi hafði látið setja hann þarna fyrir mörgum árum og mér var sagt að mamma liti á hann á hverjum degi til að sjá hvort góður byr væri svo að pabbi fengi gott leiði heim. Eftir að við vorum komin gegnum hliðið, fórum við gegn- um garðinn og alls staðar umhverfis okkur voru marigvísleg blóm. Jafnvel þakbrúnin fyrir ofan dyrnar var þakin blómum, rauðum rósum, sem voru alveg eins og kórallar frá Suðurhafseyjum. Aldrei fyrr hafði ég séð svona mikið af blómum og í raun og veru var þetta í fyrsta skipti sem ég sá rósir. Ég var alveg himinlifandi. Þegar ég kom auga á húsið fannst mér að það væri eins og alda- gömul sjóskjaldbaka sem skyndilega kemur upp á yfirborðið, þakin þangi oig djúphafsgróðri í öllum regnbogans litum. Ég starði á þessi furðuverk, en svo tók pabbi skyndilega í handlegginn á mér og sagði: „Þama er mamma þín, Jóhanna“. Ég leit upp og sá hvar mamma mín stóð í dyr- unum. Hún þurrkaði af höndunum á hvítri svuntu og grét og hló á víxl. Til að byrja með fannst mér að hún væri lítil, sívöl og hnellin kona, svo sívöl ag hnellin að hún minnti mig einna helzt á búðing sem Jamasita hefði búið til. Hún var mjallhvít á hörund, augun svo blá sem vatn í lóni og gráir lokkarnir, sem þyrluðust um enni hennar minntu mig á hvítfyss- andi brotsjói. Já, þetta var móðir mín. Síðast sá ég hana fyrir fimm árum, þegar hún kom til Oregon þar sem við lestuðum timbur, til að hitta pabba, en minningin um 'hana var næstum út- þurrkuð og mynd hennar gleymd. Ég varð að játa það með sjálfri mér að mér leyzt betur á þá mynd, sem ég hafði búið til af henni eftir lýsingu pabba míns, en hana sjálfa þar sem hún stóð, lítil og hnellin í upplituðum, bláleitum búningi, hvítar leggingar um úlnliði og háls og með nál úr kóröll- um á brjóstinu. Og svo þurrkaði hún af höndum sér á svuntunni. Ég starði á hana, en vissi ekkert hvað ég ætti að segja. Var hún kannske eins undr- andi á mér eins og ég varð við að sjá hana? Hvað átti maður eiginleiga að segja eða gera þegar maður sá mömmu sína eftir svona langa burtveru? Þess- ar hugsanir þyrluðust um hug minn meðan við störðum hvor á aðra. Pabbi stökk upp tröppurnar, faðmaði hana að sér og lyfti henni að brjósti sínu. Já, það var svo sem von. Hann hafði líka ekki séð hana í fimm ár. Og svo kom fyrsta forundrunin hjá mér. Ég hafði verið handviss um að rödd móður minnar væri hörð og köld eins og rödd föður míns, en það var ekki aldeilis, hún var lág og blíðleg. Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur oig vissi varla hvað ég ætti af mér að gera. Til viðbótar var ég dálítið afbrýðisöm. Ég hafði alltaf haldið að ég skipaði heiðursessinn í hjarta föður míns, en svo kom móðir mín og ruddi mér í einu vetfangi til hliðar. Loksins losaði mamma sig úr faðmlögunum og tók mig að brjósti sér. En hvað lófar hennar voru mjúkir! Ég varð alveig utan við mig yfir því hve hlýir þeir voru þegar hún strauk um vanga minn. En hvað mamma var lítil og veikbyggð í saman- burði við sjómennina um borð. Ég var handviss um að hún hefði ekki eins mikla krafta í báðum

x

Hrafnista

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.