Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 40
#©
22
HRAFNISTA
höndum og ég í stóru tánni einni saman. Ég bar
ekki virðingu fyrir neinu í þessum heimi öðru en
afli — og mamma var alveg kraftalaus, það var
ég sannfærð um.
Innst inni, einhvers staðar, hafði ég einhverja
hugmynd um, að mamma mín væri eitthvað dá-
samlegt, fíngert og gott, en enn átti hún eftir að
sýna mér það.
„Jæja, hvað ætlarðu þá að segja við móður þína
eftir öll þessi ár?“ spurði pabbi.
Ég tók mál af henni allt frá kili til siglutopps.
Og svo gat ég loksins stunið upp: „Ætlarðu að lofa
mér að hafa máfinn minn og kettlingana hérna um
borð?“
„Vitanlega“, svaraði mamma hlæjandi. „Þú
mátt hafa þá héma bak við húsið.
Eftir að þetta samkomulag hafði verið gert, hætti
ég að yera eins tortryggin og ég var í byrjun. En
ég get ekki sagt, að ég hafi orðið hissa eða hrædd
þegar ég kom inn í stofurnar. Ég man það eitt, að
mér fannst allt vera smávægilegt og innilokað og
það bætti ekki úr skák að systkini mín flykktust
um mig og gláptu á mig eins og augun ætluðu út
úr þeim. Já, mér fanst eins og þau álitu, að ég
væri eitthvað útlent dýr, en ekki systir þeirra.
„Jóhanna, þú verður víst að skpta um föt áður
en við borðum“, sagði mamma. „Við verðum að
borða klukkan 12 af því að gestirnir koma þá, en
við höfum menn í fæði“.
„Ég hef ekkert annað dót en það sem ég er í“,
svaraði ég og rödd mín, sem hafði vanizt því að
reyna að yfirgnæfa hávaðann á hafinu, gall í stof-
unni frá gólfi til lofts.
„Hrópaðu ekki svona, telpa“, sagði mamma með
áminningarhreim í röddinni, en ég leit steinhissa
á hana.
Mamma hafði leigt nokkrum mönnum herbergi
í húsinu og þeir höfðu einnig fæði hjá henni. Þetta
hafði hún orðið að gera til þess að fá peninga til
heimilisútgjalda.
„Þetta eru prófessorar frá háskólanum, Jóhanna
mín, og þú mátt si'tja til borðs með þeim, ef þig
langar til“.
„Eru það karlmenn?“ spurði ég, og þegar mamma
hafði svarað játandi, hélt éig áfram: „Ég get nefni-
lega alls ekki þolað kvenfólk nálægt mér“.
Þá gekk systir mín burt úr stofunni. Hún var
nefnilega mjög vel upp alin dama og það var
alveg auðséð að henni mislíkaði útlit mitt, fram-
koma mín og orðbragð.
Um leið og við settumst til borðs, var ég kynnt
fyrir leigjendunum. Þeir fóru strax að spyrja mig
um allt milli himins og jarðar og mér fannst að
þeir væru ágætir karlar, sem gott yrði að lynda
við. En svo sprakk fyrsta bomban allt í einu.
„Já, en... en ætlarðu í raun og veru að halda
því fram að þú hafir með eigin augum séð bam
fæðast?“ spurði einn þeirra alveg steinhissa. Hann
var prófessor í hagfræði.
„Vitanlega. Þér skuiuð ekki halda að hún hafi
hætt skothríðinni, þó að ég væri viðstödd“, svaraði
ég móðguð af því að mér skildist það allt í einu að
þeir héldu að ég sæti þarna og væri að segja þeim
lygasögur. Hvern fjárann vissu þessir vesalingar
eiginlega um sjómannslífið?
Svo héldum við áfram að rabba saman, en dálít-
ið seinna, þegar ég var að segja þéim frá öðru
merkilegu í Suðurhöfum, sprakk önnur bomban.
„Nei, þú skalt ekki reyna að telja mér trú um
að í hinum siðaða heimi okkar eigi sér enn stað
þrælaverzlun", sagði einn prófessorinn. Hann var
kominn við aldur og hafði mikið vangaskegg og
til þess að undirstrika þýðingu orða sinna sló hann
bylmingshögg 1 borðið.