Hrafnista - 01.12.1948, Page 42

Hrafnista - 01.12.1948, Page 42
24 HRAFNISTA enga mannasiði hérna um borð?“ En þetta gat móðir mín bersýnilega alls ekki skilið. Ég átti við margs konar erfiðleika og þjáningar að stríða næstu daga. Ég hafði hlakkað ákaflega mikið til þess að leika mér við jafnöldur mínar, en um það hafði mig dreymd mörg hundruð sinnum um borð, en þær vildu hreint ekkert hafa saman við mig að sælda. „Uss, hún hefur svo ljótt í munninum“, heyrði ég að stelpurnar voru að hvísla hver að annari. „Já, mamma segir líka, að ég megi ekki leika mér með þessari sjómannastelpu, svaraði ein. Og þarna stóð ég, að vísu umkringd mörgum bömum, en ég gat ómögulega skilið þau og þau vildu helzt ekkert hafa saman við mig að sælda. Þau skildu mig ekki heldur. Jafnvel systur mínar og bræður fundu upp á alls konar afsökunum, þegar ég bað þau að fara með mig til vina sinna og leiksystkina. Mamma hafði nóg að gera að sinna heimilsstörfun- um. Pabbi var alltaf um borð, og þegar hann kom heim á kvöldin, hugsaði hann aðeins um mömmu og sá mig ekki einu sinni, jafnvel þó að ég reyndi að hanga í honum. Ég var ein og yfirgefin og ég vonaði að það kæmi ofsaveður svo loftið yrði hreihna 1 kringum mig og svört skýin sem þyrmdu yfir mig sviptust burt. Já, ég var einmana — oig ég varð þunglynd og kvíðin. Mér fannst vera svo heitt og þröngt inni í stofun- um. Lærðu karlarnir gerðu gys að mér og héldu augsýnilega að ég vari alltaf að skrökva að þeim. Ég átti eiginlega ekkert að flýja nema að húsa- baki. Máfurinn minn dó eftir að hafa verið tvo daga á þurru landi. Ég reyndi að leika mér við hænsin hennar mömmu, en þau voru nautheimsk og gátu varla bært vængina. Þau yoru alveg eins jarðbundin og allt hérna í kringum mig. Mér þótti nú orðið ekki einu sinni gaman að rósunum, því þær höfðu hættulega stingandi þyrna. Þá voru liljurnar í Suðurhafseyjunum ekki svona. Rósirn- ar voru falskar. Þær reyndust allt öðru vísi en þær sýndust vera. Þannig höfðu liljurnar mínar ekki verið. Nei, ég gat ekki haldið þetta út til lengdar. Mamma reyndi að kenna mér og ala mig upp. En mér datt aldrei í hug að hlýða henni af því að ég vissi að hún gat ekki refsað mér. Og af þessum ástæðum gekk á sífelldum kvörtunum og klögu- málum á hverju kvöldi þegar pabbi kom heim. Mamma skýrði honum frá öllum þeim erfiðleik- um sem hún ætti í með mig. „Hún er sannarlega þín dóttir“, sagði hún stund- um þegar þau voru að ráðslaga um fyrirbærið Jó- hönnu Lowell, „og þú verður að taka hana að þér. Það er ekki á mínu valdi, það verð ég að segja“. „Hún venst þessu öllu saman bráðlega góða mín. Þú mátt ekki gera þér svona mikla áhyggjur út af telpunni“. „Já, en það ert þú sem hefur alið hana upp eins og hún er. Þess vegna verður þú líka að stjórna henni. Ég gefst algerlega upp“. „Jóhanna er líka dóttir þín, góða mín, og bara, ef þú ferð rétt að henni, þá verður eins létt að stjórna henni eins og heilsiglara í góðum byr“. „Já, en það endar með því að hún flæmir alla leigendurna mína burtu. í gær heyrði ég hana spyrja einn prófessorinn, hvort hann hefði nokk- urn tíma hreinsað hákarlsgarnir með berum hönd- unum“, sagði mamma næstum því kjökrandi, og þegar pabbi, í staðinn fyrir að sýna henni samúð sína, rak upp skellihlátur, hélt hún áfram: „En það var ekki nóg. Hún segir að ómögulegt sé að eiga heima 1 þessu húsi, hérna sé ekki einu sinni einn ærlegur kakkarlakki eða ein einasta veggja- lús til þess að leika sér að, og núna upp á síðkastið hefur hún tekið upp á því að reyna að spýta í gegnum rifu á grindverki og með þeim afleiðing- um að hún hitti beint í kinnina á nábúakonu okk- ar. Nei, þú verður að taka hana í karphúsið“. Veslings mamma. í þá daga skyldi ég það ekki hversu óþolandi ég var og hvaða skilyrði hafði ég líka til þess að geta skilið hana. Allt leit svo gjör- samlega öðruvísi út frá mínum sjónarhól en henn- ar, bæði menn og hlutir og atburðir og aðstæður. Hvaða álit gat ég svo sem haft á mömmu minni og systkinum, ekkert af þeim gat tekið í hnakka- drambið á mér, ekkert þeirra gat klifrað upp í siglutré, ekkert þeirra gat spýtt í mark, ekki tvinn-

x

Hrafnista

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.