Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 43
HRAFNISTA
25
að blótsyrði stanslaust í margar mínútur, eða gert
neitt af því sem talið var einhvers virði um borð.
Mér fannst ég hefði strandað. Og ég hefði verið
í strandi nákvæmlega í þrjá vikur, þegar pabbi
sagði allt í einu um morguninn, að nú þyrfti hann
að leggja úr höfn og að mamma þyrfti því að flýta
sér að taka saman dótið hans og pakka því niður í
skipskistuna. Pabbi var nefnilega gamaldags. Hann
vildi hafa skipskistu en ekki koffort eða töskur.
Það fanst honum allt of mikið tildur.
Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, og varð yfir mig
komin af hryggð, þegar mér yarð það ljóst, að
pabbi ætlaði að sigla án þess að taka mig með. Það
gat ekki átt sér stað. Hann gat ekki verið svo
slæmur að hann skyldi mig eftir, sem hafði siglt
með honum í svo mörg ár. Hér gat ég ekki þrifizt.
Ef ég yrði að vera eftir í landi þá mundi ég vesl-
ast upp. Nei, það gat ekki komið fyrir. Ég sneri
mér því að honum við allra fyrsta tækifæri, spark-
aði í endann á honum, eins og siður var um borð,
þegar manni lá eitthvað ríkt á hjarta, og það varð
líka til þess að hann sneri sér að mér og hætti að
horfa á mömmu.
„Getur það verið, pabbi, að þú ætlir að sigla án
þess að hafa mig með þér?“ spurði ég og skal ég
játa að ég var með grátstafinn í kverkunum.
Pabbi horfði niður á mig og ég sá að hann beit
á vörina, alveg eins og hann vissi ekki hvað hann
ætti að segja. En svo sagði hann eftir góða þögn:
„Já, nú er allt tilbúið, Jóhanna, og ég get siglt.
Ég verð að koma öllu draslinu um borð og nota
svo fyrsta byr til brottfarar svo að ég geti komizt
hjá því að þurfa að borga dráttarbáti“.
Þegar ég hafði fengið þessar fréttir tók ég á-
kvörðun sem ég hét að víkja ekki frá hvað sem í
skærist. Ég ætlaði að strjúkast á brott. Ef pabbi
héldi að hann gæti siglt beina leið til Suðurhafa
og bara skilið mig eftir hérna í þessari holu, þá
skyldi hann sannarlega komast að raun um að
honum skjátlaðist hrapalega.
Þekking mín í siglingafræði, sem raunar var
miklu fremur tilfinning en þekking, kom mér nú
að góðu haldi. Ég hafði fylgzt nákvæmlega með
því hvernig við fórum að því að komast frá San
Francisco til Berkeley svo að ég var handviss um
að mér mundi veitast auðvelt að fara þá leið. Það
eina sem olli mér dálitlum áhyggjum var, að ég
átti ekki neina peninga, en ég sneri mér út úr þeim
vandræðum. Um nóttina, þegar allir voru sofnaðir,
lædddist ég inn til pabba, stal silfurdal úr vasa
hans og lá með hann í kreptum lófa alla nóttina.
Nú var ég orðin örugg með frelsið. Næsta morgun,
þegar systkini mín voru farin í skólann eða til
vinnu sinnar, og mamma var önnum kafin við hús-
verkin, stalst ég að heiman hattlaus og kápulaus,
en hafði aðeins kettlingana mína fjóra í hveitipoka
meðferðis. Mér reyndist mjög auðvelt að komast
til San Francisco og fljótlega var ég komin niður
að höfn. Þar hitti ég sjómann og ég sagði honum
að ég vseri á Minnie A. Caine.
„Viljið þér róa með mig um borð? Ég skal láta
yður fá alla þessa peninga, ef þér viljið gera það“,
sagði ég og sýndi honum hálfan dal í smámynt.
Gamli sjómaðurinn hló og klappaði mér á herðarn-
ar. Svo steig ég um borð í bátinn hans oig hann
reri með mig út til skipsins, án þess að vilja taka
eitt sent fyrir. Ég klifraði upp kaðalstigann og
sveiflaði mér yfir borðstokkinn — og kom beint
niður á bakið á Stitches, sem var eitthvað að bogra
þama. Hann rak upp öskur, en þegar hann sá hver
kominn var á svo óvæntan hátt, ranghvolfdi hann
augunum af undrun, en svo tókst hann næstum
því á loft af gleði.
• „Það vissi ég og það vissi ég“, endurtók hann í
sífellu, og það var eins og hann væri að syngja við-
lag við revíusöng. „Sá gamli hefur ekki getað skil-
ið þig eftir þarna upp frá. Ég vissi það alltaf að
hann mundi ekki skilja þig eftir“.
„Hann leyfði mér ekki að fara hingað. Ég stökk
að heiman. Ég strauk að heiman, án þess að nokk-
ur vissi“, svaraði ég umsvifalaust.
Stitches skildi allt undir eins og ég þurfti ekki
einu sinni að minna hann á að hann mætti ekki
hafa orð á þessu. Hann fór með mig niður í sjúkra-
klefann og setti mig þar ofan á hrúgu af seglum.
Að lítilli stundu liðinni kom Jamasita brosandi út
undir eyru með dálítið af brauði og fulla krús af