Hrafnista

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 45

Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 45
HRAFNISTA 27 að hafa verið búin að sitja þarna uppi í þrjá klukkutíma, án þess að taka augun frá höfninni, og í von um að ég sæi pabba koma aftur heim, þegar ég heyrði mömmu kalla á mig við rætur trésins. En mér datt ekki í hug að hlýða henni. Ég skipti mér ekkert af kalli hennar. Ég taldi mér trú um, að á sama augnabliki og ég liti augum af höfninni, myndu seglin verða dregin upp og skonn- ortan fara út um hafnarkjaftinn og það án þess að ég gæti veifað til hennar .í kveðjuskyni. Ég sat því sem fastast upp í krónunni, án þess að skeyta hið minnsta um kvakið í mömmu minni, og að lokum gafst hún upp og hvarf inn í húsið. Nokkru seinna heyrði ég blástur og hark á veg- inum, og þeigar ég leit niður sá ég brunastiga kom á vagni. Mamma hafði kallað á brunaliðið til þess að ná í mig niður úr trénu. Svo komu brunaliðs- mennirnir inn í garðinn og séttu upp stigann. ,,Ég fer ekki héðan, ég fer ekki niður“, sagði ég við fyrsta brunaliðsmanninn. „Farið þið bara með þessar græjur ykkar. Ég fer ekki fet héðan, hvað sem á gengur“. En hann lét sér ekki segjast, en kom æ nær mér. Þegar ég sá það klifraði ég enn hærra og út á véik- byggða grein, en þangað gat stiginn ekki náð og enginn mundi þora að skríða út á greinina. Ég var alveg ákveðin í því að hanga þarna þangað til ég gæfist upp oig steyptist niður. Vindurinn var nú orðinn hlýr óg hann stráuk um vanga mína. Ég fór að hugsa um það, að nú væri jörðin eins og stórt skip, sem sigldi um fagran sjó og vaggaði svolítið, en sjálf sæti ég uppi í siglutoppi, Ég skildi alls ekki landið og ekkert af því sem þar var, ég gat aðeins hugsað á sjómannsvísu. Og skyndilega heyrði ég þrumuraust pabba míns: „Allir á þilfar, undir eins!“ skipaði hann hastur ag samstundis þaut ég niður á við eins og þegar útlit var fyrir storm og Öllum var skipað niður og á þil- farið. „Já, herra skipsstjóri“, sagði ég formálalaust um leið og ég stóð fyrir framan hann, en umhverfis stóðu náigrannarnir í stórum hring. Þeir höfðu séð brunastigann og vildu sjá hvað um væri að vera. Allt var á ringulreið. Margar skýringar voru gefn- ar og hver þeirra rak sig á annarar horn. Mér tókst með naumindum að gera þeim skiljanlegt, að ég hefði verið svo hrædd um að pabbi ætlaði að sigla án þess að hafa mig með sér. Mamma sagði ekki neitt, en tárin streymdu viðstöðulaust niður kinn- ar hennar. „Þú verður víst að taka Jóhönnu litlu með þér, góði minn“, sagði hún að lokum. „Hún veslast upp úr leiðindum ef hún á að vera hér — og mig grun- ar að eins muni fara fyrir þér sjálfum“. „Hvernig í ósköpunum getur þér dottið önnur eins vitleysa 1 hug?“ spurði pabbi og var hvat- skeytislegur, næstum því flóttalegur. „Af því, að þú hefur nú frestað brottförinni um heila viku. Þó ertu búinn að taka farminn, byrinn er ágætur og allt er klárt, eins og þú segir. Svo kemur þú og segir að skipshöfnin hafi neitað að sigla af því að hún teldi það ills viti, að Jóhanna yæri ekki með. Drottinn minn, slíkt hef ég aldrei fyrr heyrt, að þú gætir ekki ráðið við skiphöfn þína. Nei, vertu bara hreinskilinn gagnvart þér og mér og viðurkenndu, að þú getur sjálfur ekki far- ið út án Jóhönnu. Og nú bið ég þig, að taka hana með þér aftur“. Ég hefði getað kysst mömmu fyrir þessi orð. Ég ætlaði líka að fara að hlaupa upp um hálsinn á henni, en þá datt mér í hug hve krakkalegt það væri og hætti við það. Pabbi mótmælti því kröftuglega, að hann hefði frestað brottförinni mín vegna en hann var niður- lútur og horfði ekki framan í mömmu meðan hann var með þessi mótmæli. Og loksins muldraði hann, eins og hann væri mjög nauðugur. „Humm. Jæja, ég sigli þá um flóð og tek Jóhönnu með mér fyrst þú vilt það endilega“. Og hann stóð við það. Um kvöldið sigldi Minnie A. Caine og ég var með um borð. Þegar búið var að hæsa seglin klifraði ég upp í reiða og horfði á ljósin í landi. Þau urðu æ minni og að lokum hurfu þau í rökkurmóðu. Byr var góður og við sigldum hratt gegnum „.Gullna hliðið“, framhjá vitanum og framhjá klukkubaujunni sem hringdi kjökr- andi. Stefni skipsins beindist beint í vesturátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hrafnista

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.