Hrafnista - 01.12.1948, Síða 47

Hrafnista - 01.12.1948, Síða 47
HRAFNISTA 29 in, sem borginni var fyrir miklu, samþykktu borg- ararnir að merkja staðinn með ljósi. Byggður var þar einfaldur viti kringum árið 805. Hann var í þjónustu árum saman, eða þangað til Eðvarð svarti- prins, sem réði nágrenninu um tíma, byggði lítið eitt stærri turn. Þessi viti var rekinn um hríð, en eftir að einn háaldraður vitavörður lézt, var ekki kveikt á honum framar. í mörg ár voru klettarnir ólýstir, en 1584, á ríkisstjórnarárum Hinriks II. á Frakklandi, var byggður nýr yiti. Sá var tuttugu og fimm ár í smíðum, og þegar því verki var lok- ið, var hann orðinn stórkostlegasti viti allra tíma. Ekki hefur verið byggður jafnoki hans síðan. Um- hverfis grunninn var byggður brimbrjótur með handriði. Á neðstu hæðinni er fallegur forsalur og íbúð, sem upphaflega yar ætluð handa konungin- um. Fyrir ofan er kapella, fagurlega teiknuð og skreytt, og upp af henni er ljósturninn. Uppruna- lega var ljósið í hundrað feta hæð yfir klettunum. Síðar var turninn hækkaður upp í 207 fet, og nú er hann búinn beztu tækjum nútímans og sést í bjartviðri tuttugu og sjö mílna leið. vitum, en upp frá því var farið að nota kol. Ókost- ur slíkra elda er auðsær. Þeir sáust ekki úr f jarska. Þeir brunnu út, og hætt var við að vindur af haf- inu bældi þá svo niður, að skip sæju þá varla þeg- ar svo bar undir. Fyrsti viti í Bandaríkjunum var á Litlu Brew- sterey, sunnan við aðalhafnarmynnið í Boston. Hann var byggður 1716, þó að vitinn, sem nú er þar, hafi yerið reistur 1859. í borgarastyrjöldinni var byggingin þrisvar eyðilögð og endurbyggð. Þriðja byggingin var sextíu og átta feta hár stein- turn, og fjórir olíulampar voru notaðir til þess að upplýsa hann. Sums staðar voru viðar- og kolaeldar notaðir fram í byrjun 19. aldar. Sá síðasti á Englandi var Flat Holme vitinn í Bristolsundi, þar sem brennt var kolum fram til 1822. Á 19. öld voru samt gerðar miklar endurbætur á ljósum, og jafnmiklar framfarir urðu 1 teikningu og byggingu vita. Sagan af þróun vitanna er full- af hetjudáðum, hugviti og þrautseigju. Og hetju- skapur hefur ekki aðeins verið sýndur við bygg- ingu vita. Hugrekki hinna rólegu manna, sem dveljast þar — og kvenna, sem mörgum er trúað fyrir vitum — er í sjálfu sér efni í heila bók. Hug- rekki og ósíngjörn skyldurækni eru höfuðatriðin sem vitaverðir grundvalla á ævistarf sitt. Hvað sem líður þægindum, hættum, eða lífinu sjálfu, verður ljósið að loga. Engin önnur skylda eða ósk er sambærileg yið þá ákvörðun. í logni eða stormi, í sumarþoku eða á stormasamri vetrarnóttu treysta þeir menn sem um sjóinn fara með einfaldri en óbilandi trú á ljósin, þokulúðrana, og hugrekki vitavarðanna. Hvort sem Atlantshafið lemur með fjallháum öldum hinn mjóslegna vita á Biskups- kletti, eða Kyrrahafið haugar brimi hátt upp eftir Tillamook, hvort sem hinir heitu vindar Arabíu sprengja húðina á Rauðahafsvitanum á Sanganeb- rifi, eða ísing hleðst utan á yitann mikla sem varð- ar Rastarhöfða, verður ljósið að loga, og sjómenn úti á hafi sigla framhjá og leggja eins óbilandi traust á þessi ljós og þau væru stjörnur á himin- hvolfinu. Orð mín ná ekki til þeirra, sem ekki hafa séð ofurkraft hins reiða hafs, en hver sá sem séð hef- ur, þarf ekki lýsingu, því að hann mun aldrei gleyma því. Ímyndum okkur mjósleginn turn í brimlöðri á sæbröttum kletti. Ímyndum okkur ó- fyrirleitni þeirra manna, sem byggja þarna sívaln- ing úr steini með glerhúsi efst. Og hann lætur ekki þar við sitja. Þó að yikum saman komi enginn bát- ur nærri þesssum óhugnanlega stað, hafast menn við í turninum. Rólegir sinna þeir skyldustörfum sínum. Þeir fægja ljósglerin. Á hverju kvöldi kveikja þeir á lampanum. Þegar þoka umlykur staðinn, þeyta þeir þokulúðrana. Þetta eru þeirra skyldustörf. Og þegar stormar ógna, hverfa þeir þá á brott? Því fer fjarri, því að þá frekar en endranær hróp- ar skyldan á þá. Fyrir ofan þjóta skýin á undan storminum. Fyr- ir neðan gránar sjórinn. Skýin dökkna og elding leiftrar. Þruman brestur og rymur og síðan kem- ur stormurinn. Hann er lágróma í íyrstu, þegar hann þeytir burtu öldukömbunum og leysir þá í sundur. En hann færist fljótt allur í aukana og lemur öldunum 1 rifið, feykir þeim svo hátt upp, að þær taka að bylja á glerhúsinu. Eldingin leiftrar og þruman drynur af nýju. Vindurinn æsist og ýlfrar og þyrlar upp sjónum. Hver brimaldan á fætur annarri skellur æðisgeng- in á skerinu. Allt í einu skrúfast ein beint í loft upp, fellur og skellur á stórum kletti, klýfur hann í sundur. Önnur geysist upp og hlemmist með heljarafli beint yfir vitann, en hann stenzt raun- ina og heldur áfram að vara skipin við hættum þessa staðar. Leiða má að því líkur, að upprunalega hafi Ijós

x

Hrafnista

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.