Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 48
ao
HRAFNISTA
verið byggð á ströndinni svo að sjómenn, sem nótt
skall á úti á hafi, fengju leiðarmerki til að lenda
eftir. Áttavitar voru auðvitað óþekktir, og þó að
mögulegt sé að sigla eftir stjörnunum, er ailt ann-
að mál að leita lendingarstaðar með slíkri aðferð.
Þess vegna voru ljós byggð á aðdjúpum ströndum
eða við hafnarmynni, þar sem skip gætu lent.
En vitinn, sem byggður var 805 í Bordeaux, hafði
gagnstæðan tilgang. Hann markaði stað, sem átti
að forðast, og vitar gegna nærri eingöngu því hlut-
verki nú á dögum.
Ef rif liggur nærri skipaleið, verður viti að varða
það. Ef sandbakki er falinn fyrir skipi, sem hætt
er við að strandi á honum, verður að merkja hann
með ljósi. Ef ógn stafar af eyju, af því að snarpir
straumar renna meðfram ströndum hennar, þarf
ljós til að gefa farmanninum bendingu um, hvar
hættan liggur falin. Og vitar eru ekki aðeins gagn-
legir að næturlagi. Á daginn eru þeir ágæt merki
handa farmanninum til þess að miða stöðu sína
við. í þoku væla þokulúðrar þeirra eins og útburð-
ir og senda aðvaranir langt inn í mistursmökkinn,
svo að sjómennirnir megi heyra og vita, að þeir eru
nserri landi. Hvert ljós starfar út af fyrir sig. Eitt
leiftrar reglulega, eitt óreglulega, eitt er rautt og
hvítt, eitt aðeins rautt. Önnur ljós geisla stöðugt,
en hvert fyrir sig er auðþekkt, þekkist eins og vina-
legt andlit.
Ef til vill ^r strönd Frakklands bezt lýst í heim-
inum. Það er ábyggilega erfitt að ímynda sér
nokkra strönd með fullkomnara lýsingarkerfi. Ég
hef siglt meðfram strönd Britaníu að næturlagi,
hræddur við strauma og storma, sem oft næða um
hinn veðrasama Biscayflóa. En ljós vitanna fylla
mann fljótt öryggi og draga úr hættunum á klett-
óttri ströndinni, gera auðvelt um stöðumiðun, nema
í þoku. Því að Frakkar hafa sett vita sína þannig
niður, að þegar skip siglir með ströndinni, sér það
að minnsta kosti tvo vita í senn. Þarna er hægt að
taka krossmiðun á nærri hverju augnabliki, og
gætinn farmaður þarf sjaldan að bera kvíðboga út
af stöðu sinni á þessum slóðum. Ushantey, klettótt
eyja rétt út undan strönd Finisterre, var lengi
grafreitur skipa, en nú gnæfir hár viti upp úr brim-
froðunni og varar skipin við að sigla tæpt.
Áður fyrr urðu allir vitar að hafa stöðuga verði,
og hinir þýðingarmestu hafa þá enn í dag, en tækni
nútímans fjölgar sífellt sjálfvirkum vitum. Þeir
leiftra nákvæmlega með reglulegu millibili. Þeir
kveikja ljósin í rökkurbyrjun og slökkva þau í
dögun. Sumir þeyta lúðra í þoku. Öðru hvoru þarf
þó að heimsækja þá til að endurnýja hin sjálfvirku
verkfæri eða hlaða þau með eldsneyti.
Og ekki eru öll varðljós sett upp í vita. Margir
staðir þurfa aðra tilhögun, og ljósaskip hafa verið
teiknuð og byggð til þess að gegna hlutverki vita,
þar sem ekki var hægt að byggja þá.
Þeim sem ferðast yfir Atlantshafið er einna
kunnugast ljósskipið í Ambrosesundi (Ambrose
Channel Lightship), sem veltur og heggur við akk-
eri utan við hafnarmynnið í New York. En fræg-
asta ljósskipið á strönd Ameríku liggur yið Dem-
antsrif (Diamond Shoal), þann illræmda stað rétt
út af Hatterashöfða. Nokkrum sinnum hefur stjórn-
in ætlað að byggja vita á þessu rifi, en sjórinn hef-
ur alltaf komið í verkið eða ónýtt það. Á Höfðan-
um er viti, en Rifið teygist um það bil níu mílur
út af höfðanum, og það er þessi hættulegi sand-
bakki sem ljósskipið varðar. Fjóra og hálfa mílu
út af bakkanum liggur ljósskipið við akkeri, þar
sem er eitthvert versta stormabæli veraldarinnar.
Hérna rikkir þetta litla skip í akkerið sitt, lamið
stórsjóum, togað af stríðum straumum, yeðrað af
ofsavindum.
Ljósskipin tákna fleira en hættur. Oft gera þau
sama gagn og strandeldrarnir 1 gamla daga, að
lýsa bátum, sem hafði seinkað, við að lenda. Þó
eru þau sem þessu gegna, oftast látin liggja við
akkerið fyrir utan hafnarmynnin og merkja inn-
siglingaleið fyrir skip sem koma af hafi.
Þannig gegna þau svipaðri skyldu og ljósduflin
gera, sem á síðari árum hafa verið notuð til margra
hluta, en ljósskipin eru samt miklu auðkennilegri,
og varða betur innsiglingu.
Dufl eru til margs notuð og eru af ýmsri lögun
og stærð, merkja hættusvæði, kafbátagirðingar,
sokkin skip, bráðabirgðagirðingar. Sum eru notuð
til að festa skipum í höfnum, sum hafa bjöllur eða
flautur til að gefa aðvaranir, sem bera ljós. Til-
raunir hafa verið gerðar til að samræma lögun
og merkingar dufla í öllum löndum, en mörg lönd
hafa enn sín eigin snið, og skipstjórar eða yfir-
menn skipa í heimsókn í framandi höfnum þarf
að kynnast lögun dufla þar í landi.
Stundum eru dufl ekki annað en háar trésteng-
ur málaðar, sem liggja við akkeri á grunni, meira
eða minna lóðréttar.
Á hinn bóginn geta dufl verið geysimikil stál-
smíði, margar smálestir að þyngd, fjörutíu fet frá
toppi til botns, tíu fet í þvermál, með flókinn út-