Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2024, Síða 9

Víkurfréttir - 02.10.2024, Síða 9
kirkjunnar en eftir að dóttir mín hafði kynnst starfi Hvítasunnu- kirkjunnar og fékk mig til að prófa að koma á samkomu, þá fann ég að ég var komin heim. Það er alveg sami boðskapur í kirkjunum, sami Guð, sami Jesú og sama Biblían, svo í raun trúum við því sama en segja má að Hvítasunnukirkjan tali meira um heilagan anda og kirkjan heitir þessu nafni, Hvíta- sunnukirkja, því Jesús úthellti heilögum anda á hvítasunnudegi. Það heillaði mig á sínum tíma að fá að heyra meira um heilagan anda og að geta sjálf tekið ákvörðun um skírn í vatni. Biblían talar um tvenns konar skírn, þ.e. skírn í vatni og skírn í heilögum anda. Ég skírðist í heilögum anda og tók nið- urdýfingaskírn eins og tíðkast hjá okkur og líður mjög vel með það. Fljótlega eftir það var ég komin vel inn í starf kirkjunnar og í stjórn. Ég hef alltaf tekið virkan þátt í fé- lagsstarfi, hvort sem það viðkemur trú, kirkju eða bæjarmálum, og eftir breytingar hjá Hvítasunnu- kirkjunni hér á Akureyri var leitað var til mín um að taka við forstöðu og eftir að hafa leitað Guðs var ég vissi um að það var það rétta í stöð- unni og hef sinnt því hlutverki frá árinu 2019 með góðum stuðningi eiginmannsins.“ AbC hjálparstarf Frá því að Jóhanna var ung og heyrði frá kristniboðum í KFUK af hjálparstarfi í Afríku, dreymdi hana alltaf um að geta látið gott af sér leiða þar. Hún og Haraldur fóru á Alfa-námskeið árið 2009 en fyrir þá sem ekki vita þá er Alfa- námskeið kennsla um Guð og kristna trú. Á námskeiðinu voru allir spurðir hvað þau hafi langað að verða þegar þau yrðu stór og hvað þau væru að gera í dag. Jó- hanna sagði frá þessum draumi sínum um hjálparstarf í Afríku og starfaði dags daglega við bókhald. Á leiðinni heim af námskeiðinu spurði Haraldur konu sína nánar út í þennan draum. „Ég sagði Hadda að þetta væri gamall draumur en hann yrði ekki að veruleika úr þessu. Haddi hélt nú ekki: „Ef Guð ætlar þér að fara til Afríku þá opnar hann þér leiðina þangað,“ sagði hann. Við báðum fyrir þessu þetta kvöld og það var ekki að sökum að spyrja, tveimur vikum seinna kom hópur nemenda úr Bíblíuskóla í Reykjavík í heim- sókn og við buðum þeim heim til okkar í mat eftir að hafa átt stund með þeim í kirkjunni. Þau voru á leiðinni til Afríku eftir áramótin og við matarborðið spyr ein stúlkn- anna mig af hverju ég komi ekki bara með þeim til Afríku. Andlitið datt næstum af mér og ég spurði hvort ég gæti komið með og það var slegið þarna á staðnum. Þessi kvöldstund var haustið 2010 og í janúar 2011 fór ég með þeim til Kongó. Þremur árum síðar sá maðurinn minn auglýstan Biblíu- skóla í Fljótshlíðinni, innifalin var ferð til Búrkína Fasó í Afríku og hvatti hann mig til að skrá mig. Ég sagðist vera til í að fara í Biblíuskólann en sagði honum að ég væri ekki tilbúin til að fara aftur án hans til Afríku og vildi fá hann með mér. Þetta var ekki draumurinn hans og hann sagðist ekki ætla fara. Þá sagði ég honum að þar með væri ég ekki heldur að fara. Sumir gætu haldið fram að þar með hefði ég stillt honum upp við vegg en þetta var einfalt í mínum huga, ég var ekki að fara að starfa ein í hjálparstarfi í Afríku. Sannfæringakraftur minn var greinilega nægur og hann sagðist vera til í að fara þessa einu ferð en þar sá hann fljótlega að þarna gæti reynsla hans og þekking sem pípulagningameistari heldur betur komið að góðum notum.“ búrkína Fasó Búrkína Fasó er eitt fátækasta ríki heims. Það er í Vestur-Afríku, íbúar þess eru 22,6 milljónir og ólæsi er með því hæsta sem gerist í heiminum. Landið var nýlenda Frakka en fékk sjálfstæði árið 1960 og í dag ríkir þar herstjórn. Í landinu eru töluð rúmlega sjötíu tungumál, franska varð opinbert mál á nýlendutímanum en hana tala eingöngu menntaðir íbúar. ABC barnahjálp hefur rekið skólann Ecole ABC de Bobo í borginni Bobo-Dioulasso, sem er næststærsta borg landsins en þar búa nú um ein og hálf milljón íbúa. Skólinn var stofnaður árið 2008 af hjónunum Hinriki Þor- steinssyni og Guðný Ragnhildi Jónasdóttur, að beiðni Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur sem stofnaði ABC barnahjálp á Íslandi. Jóhanna og Haraldur tóku svo við rekstri skólans í fyrra. „Skólinn er rekinn í góðu sam- starfi við öflugt foreldrafélag og þar starfa góðir kennarar sem hafa einn af öðrum verið að bæta við menntun sína. Þegar skólinn var stofnaður í upphafi voru 98 börn skráð í skólann. Við erum að taka á móti nýjum börnum þessa dagana, 60 fjögurra ára gömul börn auk 153 eldri barna og eftir það verða börnin orðin rúmlega 1.200, frá fjögurra ára aldri upp í háskóla,“ segir Jóhanna. borað eftir vatni í Afríku Ekki nóg með að hjónin reki barnaskóla á staðnum, Haraldur hefur nýtt reynslu sína og kunnáttu sem pípulagningarmaður. „Það virtist vera frekar stutt niður á grunnvatn þarna svo Haddi sá að það væri góður möguleiki að ná í vatn og dreifa því á ræktunar- svæðin. Hann fylltist eldmóði fyrir verkefninu og frá þessari fyrstu ferð í febrúar árið 2015 er hann núna búinn að fara margar ferðir til Búrkína Fasó og ferðirnar eiga eftir að verða fleiri, við erum bara rétt byrjuð. Landið er auðugt af vatni, það er þarna skammt undir yfirborðinu en það skorti á þekk- ingu til að sækja það og heima- menn höfðu heldur ekki tækni né fjármagn til þess. Við hófumst handa við að leggja áveitu- og neysluvatnslagnir og skapa þannig betri hreinlætisaðstöðu fyrir skóla- börnin og tækifæri á að koma upp ræktunarlandi sem gefur af sér allt árið. Vatnsveituverkefnið skiptir mjög miklu málið fyrir samfélagið, enda þætti mörgum Íslendingum furðulegt að hafa ekki aðgang að vatni svo mánuðum skipti. Það breytir öllu varðandi skólastarfið, bæði varðandi hreinlæti og ræktun á mat, að geta haft aðgang að vatni alla daga og allan sólarhringinn,“ sagði Jóhanna að lokum en ítarlega viðtal við hana mun birtast á vef Víkurfrétta, www.vf.is Þegar skólinn var stofnaður í upphafi voru 98 börn skráð í skólann. Við erum að taka á móti nýjum börnum þessa dagana, 60 fjögurra ára gömul börn auk 153 eldri barna og eftir það verða börnin orðin rúmlega 1.200, frá fjögurra ára aldri upp í háskóla ... Jóhanna eignaðist nöfnu úti í búrkína Fasó. Hér er hún með fallegu stúlkunni sem var nefnd í höfuðið á henni og fékk nafnið Johanna Judith. Myndir/Adam ásgeir óskarsson Jóhanna og Haraldur eru úti í búrkína Fasó þessa dagana. Hérna eru þau ásamt samstarfsfólki, við hlið Jóhönnu er Þórey edda Vilhelmsdóttir sem fór með núna í fyrsta sinn, Haraldur Pálsson, eiginmaður Jóhönnu, og Adam ásgeir óskarsson, fyrrverandi tölvukennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Í heildina verða þau úti í fimm vikur í þessari ferð. Það breytir öllu varðandi skólastarfið, bæði varðandi hreinlæti og ræktun á mat, að geta haft aðgang að vatni alla daga og allan sólarhringinn. Haraldur “ Haraldur hefur nýtt reynslu sína og kunnáttu sem pípulagningarmaður til að bora eftir vaxtni en stutt er niður á grunnvatn á svæðinu. Hér er hann að fylla á einn af nokkrum vatnstönkum við framhaldsskólann, sem inniheldur drykkjarvatn og vatn til handþvotta til að auka hreinlæti. Starfsmaður AbC skólans sækir vatn við heimili sitt í brunn sem er sameiginlegur með nágrönnunum í einu af hverfunum. VÍKurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.