Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 10
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ10
Í íþróttamiðstöðinni á Kjalarnesi er
nýuppgerður íþróttasalur UMFK,
sem einstaklingar og hópar geta
leigt eftir að dagskrá félagsins er
lokið.
Vantar þig íþróttasal fyrir
hópinn þinn?
Salurinn býður upp á aðstöðu fyrir
fjölbreytta íþróttaiðkun - m.a. er þar
glæsileg körfuboltaaðstaða þar sem
hægt að æfa/keppa á einum stórum
(löglegum) velli eða tveimur litlum.
Verð fyrir fasta tíma í viku: 6.000 kr. klst.
Verð fyrir sérstaka viðburði eins og
hópefli, mót, afmæli o.fl. 8.000 kr. klst.
handbolti
fótbolti
badminton
tennis
brennibolti
nánari upplýsingar veitir María í síma 6995724 eða senda
póst á salurumfk@gmail.com
Súperformhópurinn, undir leiðsögn Bertu
Þórhalladóttur, tók höndum saman til að
styrkja gott málefni með góðgerðaræfingu
sem fram fór í World Class þann 14. desem-
ber.
Þátttakendur greiddu 3.000 krónur fyrir
að taka þátt og rann allur ágóði óskiptur til
sumarbúða Reykjadals fyrir fötluð börn og
ungmenni.
Æfingin fór fram úr öllum væntingum
með frábærri mætingu og mikilli orku í
salnum. Hópurinn safnaði 155.000 kr. til
styrktar Reykjadal og er það ljóst að sam-
staða, gleði og hreyfing geta skapað töfra
sem skipta máli.
Súperformhópurinn skoraði ekki aðeins
á sjálfan sig heldur einnig á vini og vanda-
menn að taka þátt, með það að markmiði
að sameinast fyrir góðan málstað. Þetta er
skýrt dæmi um hvernig samvinna, hreyfing
og kærleikur geta sameinast í þágu góðs
málefnis.
„Við þökkum öllum sem mættu og
studdu verkefnið og hvetjum alla til að
taka þátt í að láta gott af sér leiða – hvort
sem það er með því að hreyfa sig, gefa af sér
eða hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.
Gleðilega hátíð!“
Ágóði til Reykjadals • Samvinna, hreyfing og kærleikur
Súperform stóð fyrir
góðgerðaræfingu
flottur hópur í world class
Jólatrjáasala í Hamrahlíðarskógi • Opið alla helgina
Jólaskógurinn opnaður
björn, valdimar og
aðstoðarsveinarnir
Skógurinn í Hamrahlíð var opnaður form-
lega þann 8. desember en það stendur
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar fyrir sinni
árlegu jólatrjáasölu.
Álafosskórinn söng, Einar Friðgeir þandi
nikkuna og boðið var upp á skógarkaffi.
Einar. Jólasveinar komu í heimsókn og
aðstoðuðu við að fella tréið en það gerði
Valdimar Birgisson sem setið hefur í bæj-
arstjórn Mosfellsbæjar að undanförnu.
Á myndinni má sjá afraksturinn og Björn
Traustason formann skógræktarfélagsins.
Skógurinn er opinn um helgina kl. 10-
17 og síðasti söludagur fer fram á Þorláks-
messu kl. 10-16.
MOSFELLINGUR
Hvað er
að frétta?
Sendu okkur línu...
mosfellingur@mosfellingur.is
www.fastmos.is
Sími: 586 8080
Örugg
og góð
þjónusta