Mosfellingur - 19.12.2024, Page 22

Mosfellingur - 19.12.2024, Page 22
Wellington og kalkúnn vinsælt á veisluborð landsmanna • Rétt vín setur punktinn yfir i-ið Hátíðarkræsingar á borðum Matarhorn Mosfellings Ungnauta Wellingtonlund • Forhitið ofninn í 220°C, penslið lundina með eggjarauðum. Setjið lundina inn í ofninn þegar hann hefur náð 220°C, ekki fyrr. • Eftir 15-10 mín, þegar deigið er orðið vel brúnt, lækkið þá hitann í 120°C og bíðið eftir að kjarnhit- inn nái 52-55°C fyrir medium rare eða 58°C fyrir medium eldun. • Látið steikina standa í ca. 8-12 mín eftir eldun áður en hún er borin fram. • Ath. eldunartími er misjafn eftir stærð steikarinn- ar en meðalsteik tekur um ca. 35-40 mín í ofni. Nú teljum við niður dagana til jóla og matarboðin í algleymingi. Vinir hittast og halda veislur, borða saman jólamat. Hér má finna skotheldar eldunarleiðbeiningar frá Geira í Kjötbúðinni og vínpörun við hæfi. Kalkúnabringa • Maríneruð í smjör- og hvítlauksmarin- eringu með rósmarín og timjan. • Brúnið bringuna á pönnu í olíu og smjöri, steikið í ofni við 120°C í u.þ.b 40-50 mín, fer eftir stærð bringunnar. • Notið kjöthitamæli og miðið við kjarnhita 70-72°C. • Takið út úr ofninum og látið standa í ca. 10 mínútur áður en bringan er borin fram. KalKúnninn er vinsæll í áramótaveislunum innböKuð nautalund Við mælum með: Laroche Chablis Les Chanoines Meðalfyllt og ósætt hvítvín. Ljóssítrónu- gult. Létt fylling, sýruríkt. Sítróna, epli, steinefni, hundasúra. Verð: 3.899 kr. Við mælum með: Enzo Bartoli Meðalfyllt og ósætt rauðvín. Ljósmúrsteinsrautt. Fersk sýra, þurrkandi tannín. Þroskuð kirsuber, trönuber, skógarbotn, rósir. Verð: 5.199 kr. - Gleðileg jól22 Óskum Mosfellingum og landsmönnum öllum gleðilegra hátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða og sjáumst hress á nýju ári

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.