Mosfellingur - 19.12.2024, Page 28

Mosfellingur - 19.12.2024, Page 28
 - Bókasafn og Listasalur28 SÖGUSMIÐJUNA? SVAKALEGU VILTU KOMA Í (ATH! BARA FYRIR BÖRN!) BLÆR EVA RÚN FINNST ÞÉR GAMAN AÐ SKRIFA SÖGUR OG/EÐA TEIKNA? Ertu á aldrinum 9-12 ára? Námskeið á vorönn hefst 20. jan. í BÓKASAFNI MOSFELLSBÆJAR 2. hvern mánudag kl. 15:30-17:00 Skráning fer fram á sumar.vala.is Öll velkomin! Yfir 50 listamenn hafa sýnt og selt list sína á Jóla-listamarkaði í Listasal Mosfellsbæjar. Markaðurinn kemur til í framhaldi af samþykkt Menningar- og lýðræðisnefndar um að síðasta sýning ársins yrði að þessu sinni listaverkamarkaður í stað hefðbund- innar sýningar. Hugmyndin kom frá íbúa, þótti áhugaverð og til þess fallin að styðja við listafólk í bænum. Á sýningunni má finna fjölbreytt verk, allt frá litlum vatnslitamyndum, textílverkum og málverkum til lampa. Gert er ráð fyrir að sýningin taki breytingum meðan á henni stendur, þegar verkin á veggjunum fá nýja eigendur og önnur koma í þeirra stað. Er þetta í fyrsta skipti sem Listasalur Mosfellsbæjar efnir til jóla-sýningar, líkt og aðrir sýningarsalir eins og Ásmundasalur. Allur ágóði af sölu verka rennur beint til listamanna. Jólalistamarkaðurinn stendur til og með 20. desember. Listasalur Mosfellsbæjar Listaverkamarkaðurinn hefur slegið í gegn

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.