Mosfellingur - 19.12.2024, Qupperneq 37

Mosfellingur - 19.12.2024, Qupperneq 37
Vilt þú taka þátt í umbyltingu á upplýsingatækni- Mosfellsbær Leiðtogi upplýsingatækni Þverholti 2 525-6700 www.mos.is Mosfellsbær er á spennandi vegferð við að umbreyta upplýsingatækniumhverfi sínu og í því felast mikil tækifæri til að hafa áhrif og leiða breytingastjórnun hjá einu stærsta sveitarfélagi landsins. Leiðtogi í upplýsingatæknimálum mun gegna lykilhlutverki í að sameina upplýsingatækniumhverfi Mosfellsbæjar og móta framtíðarsýn í UT þjónustu og kerfisrekstri. Nýlega var gerð úttekt á upplýsingatækniumhverfi bæjarins og ljóst er að spennandi verkefni bíða nýs leiðtoga. Nánari upplýsingar um starfið á www.mos.is/storf Nemendur í 10. bekk í Helgafellsskóla tóku sig til og opnuðu mathöll í skólanum þann 3. desember. Markmiðið með þessu verk- efni var að kynna sér matarmenningu ým- issa landa og safna fyrir útskriftarferðinni sem tókst afskaplega vel. Meðal matarbása mátti finna ljúffenga rétti frá fjölbreyttum heimshornum, svo sem Indlandi, Ítalíu, Mexíkó og Ameríku. Krakkarnir lögðu hart að sér við að undir- búa viðburðinn og voru gestir mathallar- innar í skýjunum með matinn. Verkefnið í heild tókst frábærlega og mun mathöllin klárlega verða að árlegum viðburði í Helgafellsskóla. Breyttu skólanum í mathöll Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er Með gjafakortinu er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakort í næsta útibúi eða á landsbankinn.is. www.mosfellingur.is - 37

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.