Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 13
Eftir ÁRMANN DALMANNSSON.
Fimmtíu ára trjágróður í Eyjafiröi.
Um og eftir síðustu aldamót kom veruleg hreyfing á
ræktunarmál á Norðurlandi og ekki síst í Eyjafirði. Það
var ofarlega í huga þeirra manna, sem þessa hreyfingu
vöktu, að klæða landið skógi eða fyrst og fremst að rann-
saka mökuleika fyrir því, hvort aðfluttur trjágróður
myndi geta þrifist hér á landi. Var hafist handa með
innflutning trjáplantna, sáningu trjáfræs og uppeldi trjá-
plantna bæði af innlendum og erlendum uppruna. Mest
kvað að starfsemi Ræktunarfélags Norðurlands í skóg-
ræktarmálum sem öðrum ræktunarmálum á þeim tíma.
Nú eru þær trjáplöntur, sem gróðursettar voru á þeim
árum, sem þessi hreyfing greip um sig, orðnar hér um bil
50 ára gamlar, þær sem vaxið hafa úr grasi og komist til
þroska.
Hér verður gefið stutt yfirlit yfir vöxt þessa trjágróð-
urs í nokkrum reitum, samkvæmt mælingum, sem gerðar
voru í haust og í vetur. Það ber þó að athuga, að mæling-
arnar eru gerðar aðeins á álitlegustu trjánum, einkum
þeim beinvöxnustu og er því meðalvöxturinn nokkru lægri
heldur en þessar tölur segja til um.
GR UNDARREl TUR.
Að Grund í Eyjafirði fékk Skógrækt ríkisins reit til
skógræktartilrauna og mun hann hafa verið friðaður 1899
og gróðursett í hann um og eftir aldamótin. Mest af því,
sem gróðursett var þar, mun hafa verið innfluttar plönt-
ur og vafasamt um uppruna tegundanna. Reiturinn var