Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Qupperneq 14
12
um 1,6 ha að flatarmáli og nýlega hefur hann verið stækk-
aður svo, að nú er hann rúmlega 3,3 ha. Reiturinn er rétt
við þjóðveginn að vestan. Tegundirnar í reitnum eru aðal-
lega þessar: Fjallafura, sembrafura, lerki1), birki, reynir,
blæösp, tvær til þrjár tegundir af greni og gulvíðir.
Mælingar gerðar 18 mars 1955 sýndu eftirfarandi:
Fjallafura.
5,70 — 43,0
5,62 — 32,0
5,95 — 47,0
5,95 — 40,0
Sembrafura.
5,10 — 30,0
6,00 — 45,0
5,75 — 28,0
6,33 — 42,5
6,83 — 38,0
Lerki.
8,22 — 85,0
8,07 — 53,0
8,04 — 53,0
7,34 — 68,0
Birki.
7,15 — 42,5
7,59 — 52,0
Blæösp.
7,90 — 45,0
7,50 — 31,0
7,15 — 39,0
Hvítgreni.
5,95 — 39,0
5,71 — 38,0
6,45 — 38,0
Rauðgreni.
4,74 — 28,0
Fyrri talan er hæðarmál i metrum, en seinni talan ummál í cm, tekið í
130 cm hæð frá jörð.
Mest er af fjallafuru í reitnum. Hún er mjög runn-
kennd og greinamikil og hefur því brotnað mikið í snjóa-
vetrum. Hefur hún verið grisjuð töluvert síðustu árin og
mun smátt og smátt verða látin víkja fyrir öðrum teg-
undum. At sembrafuru eru rúmlega 100 tré í reitnum, sem
komist hafa til þroska. Séu þessar sembrafurur vaxnar
upp af fræinu frá Irkutsk í Síberíu, sem sáð var í Mörkina
á Hallormsstað um 1905 og víðar um land um sama leyti,
þá gefur þessi vöxtur furunnar í Grundarreitnum bend-
ingu um, að skilyrði fyrir þessa tegund séu síst óhag-
stæðari þar en á Hallormsstað. 1 bókinni Garðagróður,
sem kom lit 1950, er þess getið, að byrjað hafi verið að
reyna að rækta sembrafuru fyrir 40 árum, en árangur-
inn orðið lítill. Hæstu fururnar eru þar taldar vera í Hall-
1) Hér er aðeins talað um „lerki", vegna þess að ekki er fullvíst, hvort
það er evrópískt eða síberískt.